Bankablaðið - 01.12.1978, Síða 18

Bankablaðið - 01.12.1978, Síða 18
HSKABARNID 50 ÁRA Eftir Árna Sigurjónsson. - Myndir gerði Helgi Guðmundsson Fimmtíu ár eru liðin frá því óskabarn starfs- manna Landsbankans og Seðlabankans sá dags- ins ljós, ef svo má að orði komast. Þetta óska- barn er Eftirlaunasjóðurinn. Fæðing þess gekk að vísu all-erfiðlega, því að áður en hún var um garð gengin, hafði það verið full níu ár í móðurlífi Fjallkonunnar, sem í þessum efnum var Aljnngi Íslendinga. Fyrstu drög að sjóðsmyndun fyrir starfs- menn bankans voru í lögum um Landsbank- ann frá því i nóvember 1919. í 9. gr. laganna segir svo: „Stofna skal styrktarsjóð handa starfs- mönnum bankans, ekkjum þeirra og ómegð, og skal bankinn leggja fram til stofnunar hans 25000 kr. í eitt skipti fyrir öll“. Fastir starfs- menn skyldu gxeiða 3% af árslaunum sínum í sjóðinn, án frekari framlaga frá bankanum. Ráðherra sá, er fór með bankamál átti að ákveða með reglugerð um fyrirkomulag sjóðs- ins, að fengnum tillögum bankastjórnar. Ekki verður séð, að sjóðurinn hafi tekið til starfa á þessum tíma, en stofnfé sjóðsins mun hafa verið lagt fram árið 1924. Það tók því alllangan tíma að fóstrið næði eðlilegum þroska og liti dagsins ljós. Meðgöngutíminn Árni Sigurjónsson. varð alls níu ár, eins og fyrr segir. Eflaust má kenna jnoskaleysið því, að fleiri fóstur voru samtímis og nærri því jafn lengi á leiðinni, svo sem frumvarp um seðlaútgáfurétt Lands- bankanum til handa o. fl. Eftir að fæðingin var loks afstaðin og orðin staðreynd með lögum um Landsbankann nr. 10 frá 15. apríl 1928, fékk óskabarnið ágætt veganesti fyrstu árin, því að bankaráðið vann að því bráðan bug að leggja því lífsreglurnar með sérstakri reglugerð, er samþykkt var í nóvember sama ár. Var því þá gefið nafnið: Eftirlaunasjóður starfsmanna Landsbanka ís- 12 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.