Bankablaðið - 01.12.1978, Side 32

Bankablaðið - 01.12.1978, Side 32
Stjórn Félags starfsmanna Landsbanka íslands, talið frá vinstri: Ásdis Gunnarsdóttir, Birgir Jónsson, Svana Samúelsdóttir, Benedikt Guðbjartsson, Guðbjörg Gisladóttir, Hermann Stefánsson, Sigrún Ólafsdóttir. Sögu. Þar flutti ávarp m. a. Árni Vilhjálmsson, prófessor, formaður bankaráðs Lands- banka íslands, og færði starfsmannafélaginu að gjöf veglegan afmælissjóð að upp- hæð kr. 10 milljónir, sem skal notast á næstu 5 árum. Auk þess voru félaginu færðar margar góðar gjafir. f þessu hófi voru allir fyrrverandi for- menn félagsins, sem nú eru á lífi, heiðraðir. Hátíðaræðu kvöldsins flutti Vilhelm Stein- sen, einn af stofnendum F.S. L.í. Á laugardagsmorgun fór fram keppni á milli banka í hand- og fótbolta og síðar um daginn var efnt til skákmóts. Frá þessum mótum er sagt nánar á öðrum stað í þessum fréttapistli. Eftir hádegi var opið hús og opnuð „Sögusýn- ing“ að Laugavegi 77, sem var unnin og sett upp undir stjórn Haraldar Hannessonar. Lýsti sýningin í munum og myndum starfi félagsins í 50 ár og þeim breytingum sem orðið hafa á vinnubrögðum bankamanna. — Á fimmta hundrað gestir komu á þessa sýningu og fengu sér hress- ingu sem boðin var þennan dag. Myndir af sýningunni birtust í 3ja tölublaði Banka- blaðsins 1978. Undir stjórn Bjarna G. Magnússonar fé- lagsmálafulltrúa Landsbank- ans, hefur verið unnið að út- komu afmælisblaðs, og er vonast til, að það komi út í lok nóvember. Efni þessa blaðs er fjölbreytt m. a. ávörp, viðtöl og saga félagsins. — Blaðið er rúmar 90 síður. Merkisafmæli 1978 Helgi Jónsson, Akranesi 50 ára, 9. febrúar. Dóra Bernharðsd., Akureyri, 50 ára, 8. júní. Ingólfur Hávarðsson, Eskifirði, 65 ára, 6. júlí. Páll Jónsson, 65 ára, 7. júlí. Ólöf Valdimarsdóttir, 50 ára, 18. sept. Magnús Björnsson, Akureyri, 50 ára, 1. nóv. Sigurbjörn Sigtryggsson, 60 ára, 17. nóv. Svava Ólafsdóttir 60 ára, 24. nóv. Hannes Þorsteinsson 60 ára, 7. des. Starfsafmæli 1978 Kristinn Júlíusson, Selfossi, 40 ára, 20. júní. Jósef H. Sigurðsson 40 ára, 19. nóv. Ingólfur Þorsteinsson 45 ára, 30. des. Orlofshús Sumarbúðirnar í Selvík hafa nú verið starfræktar í tólf sumur við sívaxandi vin- sældir, og var síðastliðið sum- ar sérlega hagstætt hvað veð- urfar snertir, og kom þá enn betur í Ijós hve þörfin er brýn fyrir fleiri bústaði, þar sem mun færri komast að en vilja. Starfsmannafélagið og Sel- nefnd hafa því lagt kapp á að koma upp fleiri bústöðum. Skógrækt ríkisins hefir leigt Landsbanka íslands undur- fagurt skóglendi ca. 6 ha að stærð í Þórðastaðaskógi í Fnjóskadal. Hafist var handa um bygg- ingu 5 bústaða ca. 60 ferm. á þessu landi í haust. Þegar er búið að leggja veg að land- inu og koma upp grunnum 26 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.