Bankablaðið - 01.12.1978, Side 35

Bankablaðið - 01.12.1978, Side 35
bankakeppni í innanhúss- knattspyrnu og handknattleik. Úrslit urðu þau, að lið Lands- bankans vann báðar greinarn- ar. Úrslitaleikurinn í knatt- spyrnu var við lið Seðlabank- ans og lauk með 6-2, en í handknattleik við lið Verslun- arbankans og lauk 10-7. Hinn 30. sept. sl var haldið afmælismót F.S.L.Í í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Keppt var í handknattleik og knatt- spyrnu. Úrslit urðu þau að lið Reiknistofu vann lið Lands- bankans í knattspyrnunni 9-3, en í handknattleiknum vann lið Landsbankans lið Verslun- arbankans 13-9. íþróttanefnd þakkar öllum þeim banka- mönnum sem þátt tóku í mót- inu, og vonar að hin góðu samskipti sem skapast hafa milli bankanna í íþróttum megi haldast. Þrir af fimm sigurvegurum á afmæiisskákmóti FSLÍ. Skákfréttir úr Landsbankanum Skákáhugi Landsbanka- manna var með líflegasta móti á síðasta starfsári og skal hér stuttlega gerð grein fyrir helstu viðburðum. í nóv- ember 1977 tókst að safna saman öllum fremstu hrað- skákmönnum bankans, enda stórviðburður framundan, keppni við læknalið Landspít- alans, sem tekið hafði okkur heldur óþyrmilega til bæna nokkrum mánuðum áður. — Teflt var á 10 borðum, og skiptust liðin á um forystuna. Svo mjótt var á mununum, að þegar tveim síðustu skákun- um var ólokið, var staðan 49: 49. Þessar tvær skákir féllu doktorunum í hendur, og þar með sigurinn, 51:49. Jólahraðskákmótið var næst á dagskrá, og voru keppendur 12 talsins. Tefldar voru 22 skákir og röð efstu manna varð þessi: 1. Jóhann Örn Sigurjónsson 20,5 vinningar. 2. Vilhjálmur Þór Pálsson 18. 3. Hilmar Viggósson 16. Þá var komið að skák- keppni stofnana og þar áttti Landsbankinn 1. sætið frá ár- inu áður að verja. Heldur hafði þó saxast á sigurliðið, því Bragi Kristjánsson og Leifur Jósteinsson höfðu hrókeraði yfir í Búnaðarbank- ann, og Hilmar Viggósson kominn vestur á Hellissan. Þetta reyndist of mikil blóð- taka og Landsbankinn varð að gera sér 12. sætið að góðu, með 141/2 vinning af 28 mögu- legum. Vinningar skiptust þannig innan sveitarinnar. 1. borð Jóhann Ö. Sigurjóns- son 5,5 af 7 mögulegum 79% 2. borð Vilhjálmur Þ. Pálsson 1 af 5 mögulegum 20% 3. Sólmundur Kristjánsson 3,5 af 5 mögulegum 70% 4. Gunnar Antonsson 3 af 6 mögulegum 50% BANKABLAÐIÐ 29

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.