Bankablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 36
Varam. Bergur Björnsson 1,5
af 3 mögulegum 50%.
Meistaramót Landsbankans
fór fram í mars og tefldu 9
keppendur tvöfalda umferð.
15 v. af 16 mögulegum
2. Sólmundur Kristjánsson
12 v.
3. Vilhjálmur Pálsson 10 v.
Úrslit urðu þessi:
1. Jóhann Ö. Sigurjónsson
30. september sl. gekkst
Starfsmannafél. Landsbanka
íslands fyrir miklu hraðskák-
móti í sambandi við 50 ára
afmæli félagsins. Mótið var
haldið daginn eftir afmælis-
hófið að Hótel Sögu, og átti
upphaflega að byrja kl. 9 um
morguninn. Þessu var þó
breytt til allrar hamingju og
kl. 14 voru 9 manns mættir til
leiks og þóttu það góðar
heimtur eftir gleðina frá því
kvöldið áður. Tefldar voru
16 skákir og varð röð efstu
manna þessi:
1. Jóhann Ö. Sigurjónsson
16 v.
2. Sólmundur Kristjánsson
12 v.
3. Vilhjálmur Þ. Pálsson
11,5 v.
í nóvember var keppt tví-
vegis út á við. Gegn Veður-
stofu íslands vannst stórsigur,
84:44, en hins vegar töpuðum
við fyrir Búnaðarbanka ís-
lands, 771/2 : 841/2.
F.h. Taflnefndar Landsbank-
ans:
Jóhann Örn Sigurjónsson
Frá Starfsmannafélagi
Samvinnubanka íslands hf .
Þann 9. nóvember voru lið-
in 15 ár frá stofnun Starfs-
mannafélags Samvinnubanka
íslands hf. Er margs að minn-
ast, þó árin séu ekki mörg,
því að stöðugt hefur bankinn
verið að stækka og félögum
starfsmannafélagsins þar af
leiðandi fjölgað og hagur
þess batnað. Afmælisins var
minnst á árshátíð félagsins
sem haldin var í „Lækjar-
hvammi“, Hótel Sögu 18. nóv.
Var vel mætt og mikið fjör. í
tilefni afmælisins var starfs-
mannafélaginu fært rausnar-
legt framlag til sumarhúss fé-
lagsins og vakti það að sjálf-
sögðu mikla ánægju meðal
veislugesta.
Föstudaginn þann 11. júní
var farið í hið árlega banka-
ferðalag og haldið í Þórsmörk
í blíðskaparveðri. Daginn eftir
reyndist veður ekki jafngott,
vindur og af og til rigning.
Flestir lögðu samt á sig að
fara í 4 til 5 tíma gönguferð
og var það án efa þess virði.
Um kvöldið var svo stutt
kvöldvaka úti, þrátt fyrir veðr-
ið, en þeim mun lengur sung-
ið og skemmt sér fram eftir
nóttu í tjöldunum. Á sunnu-
dagsmorgun var komið hið
fegursta veður og haldið í
göngutúr áður en farið var
heim á leið. Voru margir
þreyttir er til Reykjavíkur
kom, en ánægðir.
í byrjun október gengu svo
28 manns á Esjuna í fegursta
veðri. Voru nú allir vel út
sofnir og því ekki eins þreyttir
þegar niður var komið, eins
og eftir Þórsmerkurgöngurn-
ar.
í vetur var svo haldið spila-
og myndakvöld í matsal bank-
ans. Voru sýndar myndir úr
bankaferðalögum og spiluð
félagsvist. Tókst þetta með
ágætum og ákveðið að halda
spilakvöld síðar.
Sumarhús félagsins er
mjög vel nýtt og ekki síður
um helgar að vetrinum og er
það ánægjulegt. Leigu er stillt
í hóf eins og hægt er.
Æskilegt væri að starfsfólk
útibúa bankans sem fjær eru,
ættu meiri kost á að taka
þátt í bankaferðalagi og árs-
hátíð félagsins, en meðan
fjárhagurinn er ekki of sterk-
ur, er erfitt að koma til móts
við þá félagsmenn með styrkj-
um svo að þeir geti vel við
unað. Vonandi verður hægt
að ráða bót á því síðar meir.
S.S.Í.
30 BANKABLAÐIÐ