Bankablaðið - 01.12.1978, Side 37

Bankablaðið - 01.12.1978, Side 37
Gjaldmiðill, mál og vog fyrri tíma Allmikið silfur mun hafa verið í urnferð á Norðurlöndum á víkingaöld og barst verulegt magn af því hingað til lands á landnámsöld og fram á elleftu öld. En í þá tíð var það aðal- gjaldmiðill íslendinga gagnvart öðrum lönd- um, sem og innanlands, jafnhliða landaurum. Má geta þess, að þar sem engar silfurnámur voru þá starfræktar á Norðurlöndum muni töluvert af málmi þessum tilkomið sem ráns- fengur víkinga, og þá einnig bæði sem kirkju- giipir og haugfé. Var málmur þessi í umferð bæði sem slegin mynt, ómótað silfur og bauga- brot. Þá er greitt var með silfri var það ætíð veg- ið og skipti þá engu rnáli hvort um var að ræða ómótað silfur eða slegna mynt. Á árum landnáms og alllengi eftir það mun silfurverð hafa verið lágt eða hundrað silfurs (120 aurar) metið að jöfnu við kýrverðið (kú- gildið), eða 120 álnir vaðmáls. Dýrleiki þess- ara landaura, þ. e. búpenings mun þó aðallega hafa orsakast af því hve erfitt var að flytja til landsins nokkurt verulegt magn þessara gripa, og af þeim sökum erfitt að koma sér upp nauð- synlegum bústofni fyrr en eftir fjölda ára. Flutningur fjár, hesta og nautgripa óravegu um úthöf var erfiðastur fyrir það hve slíkt út- heimti flutning á miklu magni fóðurs og vatns auk búslóðar fólksins, matarbirgða ]:>ess og hverskyns amboða og verkfæra. En vegna hag- stæðs árferðis fyrstu áratugi búsetu manna hér á landi tókst ótrúlega fljótt að fjölga hér bú- peningi. Við þetta lækkaði hann og bráðlega í verði. Hins vegar hækkaði silfrið vegna jæss að framboð þess fór minnkandi. Þetta hvort tveggja orsakaði verulega verðbreytingu svo að Sigurður Guttormsson. frá því að hundrað silfurs (120 aurar) jafngilti 120 álnum vaðmála eða einu kýrverði, þá er svo komið árið 1280 þegar Jónsbók er samin, að kúgildið er ekki lengur jafnt 120 aurum heldur 20 aurum og stendur þetta verðmæta- mat allt fram undir okkar tíma. Ekki var þó allt silfur jafngóð vara. Talað er um tvær tegundir, brennt silfur og bleikt. Var hið brennda hreinna, en hið bleika meira og minna blandað eyri. Silfur þurfti að þola að vera skorað, þ. e. sýna sig jafngott í sárið væri í það skorið með hnífi. Því bar að við- hafa alla varasemi þegar taka þurfti við greiðslu í silfri því oft mun liafa reynst réttur BANKABLAÐIÐ 31

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.