Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 38

Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 38
hinn forni málsháttur: „Sínum augum lítur hver á silfrið.“ Þyrigdareiningar silfurs voru: Mörk, eyrir, örtugur og þveiti. Mörk silfurs var ekki alls staðar á Norður- löndum nákvæmlega sama magn, en þó alls staðar á bilinu frá 214-217 grömm. Ein mörk var jafnvirði átta aura, í einum eyri voru þrír örtugar en einn örtugur var jafn þrem þveit- um, þannig voru 24 örtugar í mörk eða 72 þveiti. Þá talað er um hundrað silfurs merkir það 20 aura eða 2þá mörk = 60 örtuga eða 40 lóð. Hér á landi hal'a á nokkrum stöðum fundist silfursjóðir í jörðu. Merkastir eru þeir er fundust hjá Sandmúla í Bárðardal, Gaulverja- bæ í Flóa og hjá Ketu á Skaga. Var þetta ýmist slegin mynt (Gaulverjabæ) eða ómótað silfur og baugabrot. Slegin mynt var á fyrri öldum oft ríflega blandin eyri enda gáfu sumir konunganna trúnaðarmönnum sínum, vinum eða vanda- ntönnum, heimild til myntsláttu í sínu nafni og var þá framtak einstaklingsins ekki alltaf sem heiðarlegast frekar en síðar varð. I Islendingasögum verðum við helst vör við greiðslu í silfri, sem mangjöld, en þau munu hafa tíðkast sem hér segir: Fyrir þræl 12 aura silfurs eða 1 j/g mörk, fyr- ir frjálsa menn hundrað, þ. e. 120 aura eða 15 merkur. Til staðfestingar á því, sem hér hefur verið sagt, má geta þess að Gunnar á Hlíðarenda greiðir Njáli vegna dráps á þrælnum Svarti 12 aura silfurs og Njáll aftur Gunnari sömu upp- hæð fyrir þrælinn Kol. Síðar greiðir Gunnar fyrir víg Atla 120 aura og þá aftur Njáll sömu upphæð fyrir Brynjólf. Loks greiðir svo Gunn- ar Njáli tvöhundruð silfurs, eða tvenn mann- gjöld fyrir Þórð Leysingjason. Reyndar krafð- ist Hafliði Másson 80 hundraða fyrir þrjá fingur, er af honum höfðu verið höggnir, en slíkt mun algjört einsdæmi. Varð af því tilefni hinn kunni málsháttur: „Dýr mundi Hafliði allur.“ Ef hins vegar þræll vó þræl þá skyldi hann bættur 12 þveitum eða 14. Þá er kemur lram á elleftu öld fer silfrið að ganga til þurrðar og dregur þá smátt og smátt úr verslun þjóðarinnar við útlönd. Kúgildið Kúgildið mun allt frá landnámstíð liafa ver- ið traustur gjaldmiðill, þó að verðgildi þess hafi verið eitthvað á reiki framan af og stund- um mismunandi í hinum ýmsu sýslum. En í Jónsbók, sem lögtekin er 1281, er ákvæði um það hvernig sú kýr skuli vera, er kúgildið mið- ast við. Má hún ekki eldri vera en „átta vetra og eigi yngri en að öðrum kálfi, heil og heil- spenuð og hafa kelft um veturinn eftir Páls- messu (25. janúar), eigi verri en meðalkýr og héraðsræk í fardögum.“ (Eardagar voru í fyrri tíð fjórir dagar seint í maí). Héraðsræk í far- dögum þýddi að kýrin mátti ekki vera verr framgengin en svo að hún þyldi að vera rekin hvert sem var innan héraðs. Orðið peningur (sauðpeningur, nautpen- ingur) er komið af latneska orðinu „pecus“, sem þýðir naut. Eins er heiti indversku mynt- arinnar rúpí komið af orðinu „rúpa“ sem þýð- ir naut. Kýrin er þannig aðalverðmælir í landaura- reikningi, nokkurs konar stofneyrir eins og gull. Jafnt kúgildinu að verðmæti voru: Sex mjólkandi ær ásamt lömbum eða sex ær loðnar og lembdar, 12 gemlingar, hundrað í jörð, 120 álnir vaðmáls, 240 fiskar eða hundrað silfurs vegið (2(4 mörk). Vaðmálið Til þess að vera gjaldgengt sem söluvoð varð vaðmálið að vera: Einlitt, tvíbreitt, tvískeft og vel þæft. 32 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.