Bankablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 40

Bankablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 40
Skrifarar, þeir er rituðu eða afrituðu bæk- ur eða önnuðust bréfaskriftir fyrir höfðingja, voru kannske einu hálaunamennirnir í þá tíð, þeir áttn kröfu á tveim hundruðum, það er tveim kúgildum á ári. Árin 1616 og 1617 var mikill mannl'ellir víða á íslandi, einkum þó á Norður- og Aust- urlandi. Varð þá í þessum landshlutum svo mikil fólksekla að til algjörrar landauðnar horfði. Kemur fram af fornum skjölum, að ungmenni Iiafa þá verið seld í þessar sveitir, drengir fyrir 60 til 80 álnir og stúlkur fyrir 40. Þannig létu á öllum tímum framboð og eft- irspurn til sín taka. Þegar fólk vegna harðæris flosnaði upp af búum sínum varð það oftlega að ráða sig til vistar upp á hin lélegustu kjör - jafnvel aðeins sem matvinnungar. Hins vegar þegar fólksekla var, svo sem eftir hinar miklu plágur: Svartadauða, bólusótt eða aðrar mann- skæðar landfarsóttir, setti vinnufólk fram kröf- ur um betri afkonm, er bændum þótti oft fjarri allri sanngirni. Má í því sambandi til- færa vísu Stefáns Ólafssonar í Vallanesi: Verknám varla kunna vinnumenn sem ber; það þarf ei neinn að nunna, að nokkur fáist hér fyrir minna fé en full tíu’ aura sé; átta stikur vaðmáls víst verður að láta í té, að auki aðra hýru; allt þeir leggja að rýru. Orðið „nunna" merkir hér að ræða um. „Stika“ merkti frarnan af alin en var síðan talin jöfn meter. Gömul vísa hljóðar svo: Alin kosta andir tvær, álftin jöfn við fjórar jxer. Tittlingana tíu nær tók ég fyrir alin í gær. Tittlingur merkir hér jjorsk, er ekki nær máli. Alinin hefur lengi verið almennur mæli- kvarði á efnahag manna því enn í dag er talað um, að þessi eða hinn sé kominn í álnir, jjað er að segja orðinn allstöndugur. Þá var og al- gengt að segja um fólk, sem komst af án að- stoðar hreppsins að J)að væri bjargálna. Ákvæði Jónsbókar um ]:>að hverjir skuli telj- ast I jár síns ráðandi eru á þá leið, að liver mað- ur „er hefur vit sitt og má búi sínu ráða og kaupum og er hestfær og ölfær“. Fiskur Gjaldgengur fiskur (yfirleitt hertur) varð að vera málfiskur, j^að er ein alin frá vætubeini (bein í þunnildisrönd) og aftur á aftasta lið hryggjar (að sjálfsögðu að öllu óaðfinnanleg vara). 10 ýsur eru taldar á við fjóra jmrska og tvær löngur til jafns við þorsk. Framan af öldum nota bændur er við sjávar- síðuna búa fisk aðeins til heimilisþarfa eða í vöruskiptum við fólk í uppsveitum. En er kemur fram á 14. öld er farið að flytja út skreið í stórum stíl. Fer Jiá bændafólk meira að draga sig til jarða við sjóinn. Á jæssari og næstu öldum verður landið einkum frægt fyr- ir harðfiskinn. Á landabréfum frá löndunum við Miðjarðarhaf heitir land okkar ekki Is- land heldur „Stokkafixa“, jx e. harðfisklandið. Fjórðungur, ]>. e. 20 merkur, veginn af: smjöri, ull eða tólg, telst jafnvirði 20 fiska á landsvísu. „Á landsvísu“ merkir „eftir lands- venju“. Myndin hér að ojan er aj nýslegnum sliildingum frá árinu 1836. 34 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.