Bankablaðið - 01.12.1978, Side 41
Oft er sagt um menn, dýr eða hluti, sem
orðið er veikt eða lélegt, að það sé ekki upp á
marga fiska.
Um 1730 er fiskandvirði talið tveir skilding-
ar.
Hundrað í jörð
Þetta var mat á jörðum og miðaðist við kýr-
verð. Reynistaður í Skagafirði var keyptur á
hundrað hundraða eða jafnvirði hundrað kúa.
Hlíðarendi í Fljótshlíð er árið 1570 metinn á
60 hundruð. Svefneyjar voru að fornu mati
talin 40 hundraða jörð en 1861 er rnatið hækk-
að í 105 hundruð vegna dúntekju.
Annar gjaldmiðill í landaurum var:
Smjör,
ull,
prjónles,
söl,
húðir,
lýsi,
fálkar,
brennisteinn o. fl.
Fyrir 1713 er ýmis konar mynt hér í um-
ferð, þó lítið sé. Má þar nefna Kölnarmörk,
Lybikumörk og Jóakimsdal, sem venjulega var
kallaður dalur, og sem ýmsar myntir síðan
drógu nafn af. Er dalur dönsk rnynt allt frá
því á 16. öld, með misjöfnu verðgildi.
Mynt í reiðu silfri
Jafnhliða hinum elsta danska ríkisdal, sem
fyrst var sleginn 1532, voru í umferð ýmsar
aðra myntir, þar á meðal krónumynt. Skiptist
dalur þessi fyrst í 32 skildinga, síðar í 48 og
loks 60 skildinga. Var þá spesían, en lnin var
tveir ríkisdalir, 120 skildingar og mun hafa
verið það allt til 1625 þegar enn er breytt verð-
gildi peninga þannig, að ríkisdalurinn verður
þá 48 skildingar og spesían 96. Eftir 1625 varð
skiptimynt dalsins þessi:
1 marks peningur, jafnvirði 16 skildinga,
2 marka peningur, jafnvirði 32 skildinga,
8 skildinga peningur,
4 skildinga peningur,
3 skildinga peningur og
2 skildinga peningur.
Á átjándu öldinni varð ríkisdalurinn aö
víkja fyrir öðrum myntum og peningaseðlum.
Aftur var þó dalurinn tekinn upp sem lögleg-
ur gjaldmiðill árið 1775, en 1813 breytt í rík-
isbankadal. Loks er ríkisdalurinn enn tekinn
upp sem gjaldmiðill árið 1854 og er þá í gildi
til 1873 þegar krónumyntin er endanlega í lög
leidd. Varð þá skiptaverðmæti dalsins 2 krón-
ur og spesíunnar 4 krónur.
Athugum nú lítið eitt nánar verðgildi jæss-
ara peninga.
Árið 1758 keyptu hinir útlendu kaupmenn
hér af bændum 100 álftafjaðrir fyrir 10 skild-
inga, en seldu jíær erlendis fyrir 1 ríkisdal og
16 skildinga.
Árið 1776 var verð á kjöti og smjöri þannig:
Uxakjöt 12 skildingar líspundið,
sauðakjöt 15 skildingar líspundið,
fjórðungur af smjöri 5 skildingar.
Um 1800 voru árslaun vinnumanns í Húna-
vatnssýslu fjórir ríkisdalir og „ókostbær fatn-
aður“. Árslaun vinnukonu voru Jrá aðeins föt
og fæði. Fengu þær að eiga eina kind, og þegar
best lét var vikið að Jreim einhverju af silfri
utan á sig, kistu eða þessháttar.
Frá því segir í annálum, að árið 1805 hafi 16
ára unglingspiltur stolið hrísvisk úr taðkofa á
Litla-Hrauni á Eyrarbakka og fjórum fiskurn
úr hjalli, er tilheyrði bænum Götu við Stokks-
BANKABLAÐIÐ 35