Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 41

Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 41
Oft er sagt um menn, dýr eða hluti, sem orðið er veikt eða lélegt, að það sé ekki upp á marga fiska. Um 1730 er fiskandvirði talið tveir skilding- ar. Hundrað í jörð Þetta var mat á jörðum og miðaðist við kýr- verð. Reynistaður í Skagafirði var keyptur á hundrað hundraða eða jafnvirði hundrað kúa. Hlíðarendi í Fljótshlíð er árið 1570 metinn á 60 hundruð. Svefneyjar voru að fornu mati talin 40 hundraða jörð en 1861 er rnatið hækk- að í 105 hundruð vegna dúntekju. Annar gjaldmiðill í landaurum var: Smjör, ull, prjónles, söl, húðir, lýsi, fálkar, brennisteinn o. fl. Fyrir 1713 er ýmis konar mynt hér í um- ferð, þó lítið sé. Má þar nefna Kölnarmörk, Lybikumörk og Jóakimsdal, sem venjulega var kallaður dalur, og sem ýmsar myntir síðan drógu nafn af. Er dalur dönsk rnynt allt frá því á 16. öld, með misjöfnu verðgildi. Mynt í reiðu silfri Jafnhliða hinum elsta danska ríkisdal, sem fyrst var sleginn 1532, voru í umferð ýmsar aðra myntir, þar á meðal krónumynt. Skiptist dalur þessi fyrst í 32 skildinga, síðar í 48 og loks 60 skildinga. Var þá spesían, en lnin var tveir ríkisdalir, 120 skildingar og mun hafa verið það allt til 1625 þegar enn er breytt verð- gildi peninga þannig, að ríkisdalurinn verður þá 48 skildingar og spesían 96. Eftir 1625 varð skiptimynt dalsins þessi: 1 marks peningur, jafnvirði 16 skildinga, 2 marka peningur, jafnvirði 32 skildinga, 8 skildinga peningur, 4 skildinga peningur, 3 skildinga peningur og 2 skildinga peningur. Á átjándu öldinni varð ríkisdalurinn aö víkja fyrir öðrum myntum og peningaseðlum. Aftur var þó dalurinn tekinn upp sem lögleg- ur gjaldmiðill árið 1775, en 1813 breytt í rík- isbankadal. Loks er ríkisdalurinn enn tekinn upp sem gjaldmiðill árið 1854 og er þá í gildi til 1873 þegar krónumyntin er endanlega í lög leidd. Varð þá skiptaverðmæti dalsins 2 krón- ur og spesíunnar 4 krónur. Athugum nú lítið eitt nánar verðgildi jæss- ara peninga. Árið 1758 keyptu hinir útlendu kaupmenn hér af bændum 100 álftafjaðrir fyrir 10 skild- inga, en seldu jíær erlendis fyrir 1 ríkisdal og 16 skildinga. Árið 1776 var verð á kjöti og smjöri þannig: Uxakjöt 12 skildingar líspundið, sauðakjöt 15 skildingar líspundið, fjórðungur af smjöri 5 skildingar. Um 1800 voru árslaun vinnumanns í Húna- vatnssýslu fjórir ríkisdalir og „ókostbær fatn- aður“. Árslaun vinnukonu voru Jrá aðeins föt og fæði. Fengu þær að eiga eina kind, og þegar best lét var vikið að Jreim einhverju af silfri utan á sig, kistu eða þessháttar. Frá því segir í annálum, að árið 1805 hafi 16 ára unglingspiltur stolið hrísvisk úr taðkofa á Litla-Hrauni á Eyrarbakka og fjórum fiskurn úr hjalli, er tilheyrði bænum Götu við Stokks- BANKABLAÐIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.