Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 44

Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 44
Ályktun stjórnar SÍB um kjaramál 1. des. sl. gengu í gildi lög um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu. Með iögum þessum er enn á ný gengið á gerða kjarasamninga mcð því að verðbótum á lauu er breytt. Má segja að hér sc um framhald efnahags- aðgerða frá 1. sept. að ræða. 1. Vísitöluþak 1. september Samband íslenskra bankamanna mótmælti á sínum tíma harðlega skerðingu á verðbótum á laun með svonefndu vísitöluþaki. Vísitöluskerðingin samkvæmt þakinu nær ein- göngu til um I/3 hluta bankastarfsmanna, flestra félags- manna BHM og lítils hluta BSRB. Með þessum ráðstöf- unum má ætla, að bönkunum séu sparaðar á annað hundr- að millj. kr. í launagreiðslum á ári, og hið opinbera tapar a. m. k. 60% af þeirri upphæð í skattatekjum. Trúi því hver sem vill, að þetta sé liður í lausn efnahagsvanda þjóð- arinnar. 2. Samráð við aðila vinnumarkaðarins Svonefnd samráð við aðila vinnumarkaðarins hafa ekki náð til Sambands ísl. bankámanna. Aðeins er haft samráð við „hina stóru", einfaldlega af því að rfkisstjórnin óttast samtakamátt þeirra. Bankamenn þurfa greinilega að sýna samtakamátt sinn í verki til þess að vera taldir lil aðila vinnumarkaðarins. 3. Lög um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu Samkvæmt kjarasamningum SÍB hefði átt að greiða riim- lega 14% verðbætur á laun 1. desember sl. Með framan- greindum lögum eru verðbætur á laun takmarkaðar, Jrann- ig að aðeins eru greiddar 6,12% verðbætur. Er það gert með þrennu móti. f fyrsta lagi með niðurgreiðslu vöruverðs sem svarar 3% af verðbótavísitölu. Stjórn SÍB lítur svo á að hin útgreidda launafjárhæð sé ekki aðalatriðið, heldur að kaupmáttur launa haldist. Til aukinna niðurgreiðslna þarf hins vegar auknar tekjur og ekki er enu ljóst hvernig þeirra muni aflað, t. d. á hvern hátt þær muni leiða til aukinnar skatt- byrði á félagsmenn SÍB almennt. Þetta leiðir einnig liug- anu að fyrirkomtdagi skaltakerfisins í hcild og því skatta- eftirliti sem er þannig hagað, að stór liópur manna í þjóð- félaginu leikur lausum liala og virðist hvergi fjár vant meðan launjregar bera skattbyrði þeirra og borga niður neyslu þeirra á niðurgreiddum vörum. Minnir stjórn SÍB hér á fyrri tillögur sínar í skattamálum. í öðru lagi er gert ráð fyrir lækkun skatta á lágtekjufólki sem nemur 2%, og Jrar á móti komi samsvarandi lækkun verðbótavísitölu. Rétt er að benda á, að liækkun beinna skatta hefur fram til þessa ekki haft áhrif á verðbótavísi- tölu. í þriðja lagi er gert ráð fyrir, að þrjú vísitölustig verði felld niður og á móti komi svokallaðar félagslegar aðgerðir. Ekkert er vitað hvort eða á hvern hátt félagsmenn SÍB muni njóta þeirra félagslegu ráðstafana sem um ræðir. Fyrr en svör fást við þeirri spurningu er erfitt að meta um hve mikla kjaraskerðingu er að ræða. SÍB mun hins vegar óska eftir viðræðum við stjórnvöld til að kanna livað raun- verulega felst í Jressum ráðstöfunum og hvert hlutskipti félagsmanua SÍB verður í því sambandi. Af því sem að ofan er rakið mótmælir SÍB nýjustu kjara- skerðiugarlögum ríkisstjórnarinnar, enda verður ekki annað séð, en að í lögutn þessum felist bein skerðing kaupmáttar fyrir félagsmenn SÍB. Ekki er heldur með lögunum tekið á öðrum Jia! I uni en kaupinu og eru aðrar aðgerðir sem ætlað er að vinna gegn verðbólgu óljósar og lítt mótaðar. Að lokum minnir stjórn SÍB á Jiá staðreynd, að vísitölu- hækkun launa er ekki orsök verðbólgu, heldur afleiðing. Það eru aðrir aðilar en launþegar í landinu, sem bera ábyrgð á og hafa hag af þeirri óðaverðbólgu, sem hér hefur ríkt. 38 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.