Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 47

Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 47
legum breytingum á gjaldmiðlinum, skili sér aftur í einni eða annarri mynd. 3. Ætla má, að hið lága og sílækkandi verð- mæti íslensku krónunnar eigi sinn þátt í því að grafa undan virðingu fyrir verðmæt- um og áhuga manna á því að liamla gegn verðbólgu. Þótt gjaldmikiðsbreyting hafi vitaskuld engin áhrif á þróun verðbólgunn- ar, má engu að síður ætla, að hún geti orðið brýning til þess að takast á við vandann af meiri einurð en áður og þannig orðið tákn nýs tímabils í stjórn efnhagsmála. Ýmis dærni má finna í sögu annarra þjóða, sem styðja þessa skoðun. Glíman við verðbólg- una er nú höfuðviðfangsefni íslenskra stjórnvalda ogættu Jdví allar breytingar, sem létta þá baráttu að vera vel þegnar og tíma- bærar. Nýir seðlar og mynt Almenn og ítarleg kynning á verðgildis- breytingu krónunnar, er tæki gildi 1. janúar 1980 mun fara fram allt árið 1979 og fram á árið 1980. Verða nýir seðlar og mynt látin í umferð í ársbyrjun 1980, en gamli gjaldmiðill- inn mun verða í fullu gildi í viðskiptum fram til 1. júlí 1980. Lögð verður áhersla á að fólk kynni sér vel útlit og gerð hinna nýju seðla og myntar og geri sér grein fyrir, hvernig nýi og gamli gjaldmiðillinn svarar til livors annars. Þannig verður á miðju næsta ári gefinn út bæklingur um framkvæmd gjaldmiðilsbreyt- ingarinnar svo og litprentaður bæklingur með myndum og nákvæmum upplýsingum um út- lit nýja gjaldmiðilsins, en það er í megin atr- iðum eftirfarandi: Myndefni seðlanna er af lærdóms- og afreks- mönnum fyrri tíma, umhverfi þeirra og starfs- sviði, sem þeim er tengt. Á framhlið er andlits- mynd og skraut frá þeim tíma, sem maður- inn lifði á, en á bakhlið er myndefni tengt lífsstarfi viðkomandi manns. Innbyrðis eru seðlarnir samræmdir í útliti. Þeir eru 7 sm. á hæð, en hálfs sm. lengdarmunur er á milli mismunandi verðgilda og er 10 kr. seðill- BAKHLIÐAR FRAMHLIÐAR in stystur eða 13 sm. Seðlarnir eru í mismun- andi litum og þannig reynt að koma í veg fyrir, að almenningur ruglist á einstökum verðgild- um sökum líkra lita. Sérstök auðkenni eru fyr- ir blint fólk á seðlunum, en pappír er með ör- yggisþræði og vatnsmerki með mynd af Jóni Sigurðssyni, forseta. (Frd Seðlabanka íslands) BANKABLAÐIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.