Bankablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 47

Bankablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 47
legum breytingum á gjaldmiðlinum, skili sér aftur í einni eða annarri mynd. 3. Ætla má, að hið lága og sílækkandi verð- mæti íslensku krónunnar eigi sinn þátt í því að grafa undan virðingu fyrir verðmæt- um og áhuga manna á því að liamla gegn verðbólgu. Þótt gjaldmikiðsbreyting hafi vitaskuld engin áhrif á þróun verðbólgunn- ar, má engu að síður ætla, að hún geti orðið brýning til þess að takast á við vandann af meiri einurð en áður og þannig orðið tákn nýs tímabils í stjórn efnhagsmála. Ýmis dærni má finna í sögu annarra þjóða, sem styðja þessa skoðun. Glíman við verðbólg- una er nú höfuðviðfangsefni íslenskra stjórnvalda ogættu Jdví allar breytingar, sem létta þá baráttu að vera vel þegnar og tíma- bærar. Nýir seðlar og mynt Almenn og ítarleg kynning á verðgildis- breytingu krónunnar, er tæki gildi 1. janúar 1980 mun fara fram allt árið 1979 og fram á árið 1980. Verða nýir seðlar og mynt látin í umferð í ársbyrjun 1980, en gamli gjaldmiðill- inn mun verða í fullu gildi í viðskiptum fram til 1. júlí 1980. Lögð verður áhersla á að fólk kynni sér vel útlit og gerð hinna nýju seðla og myntar og geri sér grein fyrir, hvernig nýi og gamli gjaldmiðillinn svarar til livors annars. Þannig verður á miðju næsta ári gefinn út bæklingur um framkvæmd gjaldmiðilsbreyt- ingarinnar svo og litprentaður bæklingur með myndum og nákvæmum upplýsingum um út- lit nýja gjaldmiðilsins, en það er í megin atr- iðum eftirfarandi: Myndefni seðlanna er af lærdóms- og afreks- mönnum fyrri tíma, umhverfi þeirra og starfs- sviði, sem þeim er tengt. Á framhlið er andlits- mynd og skraut frá þeim tíma, sem maður- inn lifði á, en á bakhlið er myndefni tengt lífsstarfi viðkomandi manns. Innbyrðis eru seðlarnir samræmdir í útliti. Þeir eru 7 sm. á hæð, en hálfs sm. lengdarmunur er á milli mismunandi verðgilda og er 10 kr. seðill- BAKHLIÐAR FRAMHLIÐAR in stystur eða 13 sm. Seðlarnir eru í mismun- andi litum og þannig reynt að koma í veg fyrir, að almenningur ruglist á einstökum verðgild- um sökum líkra lita. Sérstök auðkenni eru fyr- ir blint fólk á seðlunum, en pappír er með ör- yggisþræði og vatnsmerki með mynd af Jóni Sigurðssyni, forseta. (Frd Seðlabanka íslands) BANKABLAÐIÐ 41

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.