Bankablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 17
Banka
blaðið
45. árg. - 2. tbl. desember 1979
Útg.: Samband isl. bankamanna
Blaðið unnu:
Vilhelm G. Kristinsson
Björg Árnadóttir
Auglýsingar:
Karl H. Sigurðsson
Ábm.:
Árni Sveinsson
Skrifstofa:
Vilhelm G. Kristinsson
Björg Árnadóttir
Bankablaðið er prentað í 2500
eintökum
Efnisyfirlit:
bls.:
3 Spurning Bankablaðsins
10 31. þing SÍB
11 Stjórn og varastjórn SÍB
15 Starfið 1977 til 1979
19 Ályktanir 31. þingsins
21 Launatafla
22 Reglugerð um kjaradeilusjóð
23 Reikningar SÍB
26 Ráðstefna um tækniþróun
34 Stefna NBU í tæknimálum
36 Fræðslunefnd NBU
37 Statistiknefnd NBU
38 Minning
40 Launþegasjóðir
43 Frá Bankamannaskólanum
45 Frá starfsmannafélögunum
57 Trúnaðarmenn SÍB
60 Stjórnir starfsmannafélaga
61 Skipting bankamanna
í launaflokka
62 Nýmæli í kröfugerð
65 Framtíðarskipan menntunar-
mála
Setning og prentun:
PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF.
Forsíðumyndir:
Guðmundur Ingólfsson.
í Sambandstíðindum hefur að undanförnu verið vikið að þeim
viðræðum sem átt hafa sér stað um nýjan kjarasamning milli
bankanna og SÍB. Á fyrsta fundi aðalnefnda beggja aðila, sem
haldinn var þann 19. sept. sl., kom fram sú afstaða bankanna,
að þeir töldu sig ekki hafa verið í Jreirri aðstöðu sl. sumar að
geta samið að nýju um þá 3% gTunnkaupshækkun sem koma
átti til framkvæmda Jrann 1. júlí sl. Slík samningagerð hefði
tekið fram fyrir hendur Alþingis og ríkisstjórnar, en vilji þeirra
aðila hvað viðvíkur grunnkaupshækkunum kemur franr í lög-
um sem samþykkt voru á Aljringi Jrann 7. apríl sl. og staðfest
þann 10. sama mánaðar, en með þeim eru grunnkaupshækkanir
bannaðar.
I þessu Bankablaði eru birt svör nokkurra bankamanna við
spurningum sem SÍB lagði fyrir þá. í einu svarinu segir svo:
„Það er ömurleg lýsing á samstöðuleysi okkar að vinna samn-
ingslaust fyrir launum, sem lægri eru en útrunnir, frjálsir samn-
ingar buðu sem lágmark."
Það er rétt hjá þeim sem svarar, að við erum nú með lausa
samninga, og vinna okkar er lægra launuð en garnli kjarasamn-
ingurinn bauð upp á. En það stafar ekki af samstöðuleysi
bankamanna, heldur af inngripi stjórnvalda í gerða kjarasamn-
inga. Slíkar aðgerðir stjórnvalda hafa verið að ágerast hin síð-
ari ár, og má þar til nefna, að ríkisstjórn sem kennd er við Geir
Hallgrímsson og sat ’74 til ’78 gTeip með lagasetningum í febr.
og maí ’78 inn í gerða kjarasamninga. Andstæðingar þeirrar
stjómar nefndu þessi lög „kaupránslögin“, og í munni margTa
ganga þau enn undir því heiti.
Haustið ’78 tók við Jiriggja flokka stjórn. Hún skerti kaup-
greiðsluvísitöluna Jrann 1. des. ’78 um 8 stig, en slíkt er auð-
vitað inngrip í kjarasamninga því í þeim öllum er ákvæði um
óskerta vísitöluuppbót á laun, en í stað þessara 8 vísitölustiga
kæmi svonefndur ,,félagsmála]rakki“ launafólki til góða.
í augum þessarar ríkisstjórnar hafa bankamenn líklega ekki
talist til launafólks. í Jrað minnsta hefur SÍB ekki verið boðið,
af hálfu stjórnvalda, upp á eitt eða neitt í stað hinnar skertu
vísitölu.
Síðasta og veigamesta inngrip stjórnvalda eru svo lögin frá
10. apríl sl„ sem nefnd hafa verið „Ólafslög". Er jxið ólíkt
sakleysislegra heiti en á áðurnefndum lögum frá ’78. Þó Jrarf
BANKABLAÐIÐ 1