Bankablaðið - 01.12.1979, Page 19

Bankablaðið - 01.12.1979, Page 19
KJARASAMNINGAR I DEIGLUNNI HIÍERS VffiNTfl RANKAMENN? Kjarasamningar bankamanna hafa verið lausir frá 1. október 1979. Þeim var sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara í sum- ar og þá var jafnframt kröfugerð Sambands íslenskra banka- manna lögð fram. Bankabia&ið leitaði til 12 bankamanna og spurði: „HVERS VÆNTIR ÞÚ í KOMANDI KJARASAMNING- UM.“ Svör þeirra fara hér á eftir. Unnur Hauksdóttir, lnnheimtudeild Alþýðubankans. Hef- ur starfað 11 ár í banka. Ég tel að kröfur þær og megintillögur sem stjórn SÍB hefur lagt fram að nýjum kjarasamningi séu mjög eðli- legar. Það er Ijóst að ekki verður komist hjá að gera kröfur um hækkun launa í krónum talið. Kaupmáttur launa hefur rýrn- að á undanförnum árum — maður fær alltaf minna og minna fyrir hverja krónu — og til þess hreinlega að geta lifað mannsæmandi lífi verða launakjör bankamanna að verða í samræmi við þær kröf- ur sem gerðar eru í tillögum SÍB. Þar við bætist að banka- menn fengu ekki þá launa- hækkun — 3% — sem samið var um í síðasta kjarasamn- ingi og kæmi til framkvæmda 1. júlí s.l. Þar sem háværar raddir hafa heyrst um að nauðsyn beri til að skerða eða jafnvel afnema núverandi vísitölu- bætur þá legg ég þunga áherslu á að frá því verði aldrei hvikað að launafólk fái fullar bætur vegna sífellt vax- andi dýrtíðar. í tillögum stjórnarinnar er komið inn á nokkrar breyting- ar frá fyrri kjarasamningi svo sem fjölgun launaflokka, úr 12 í 14, að launahækkanir komi til framkvæmda eftir 5 ára starf í stað 10 ára áður. Ég tel þessar tillögur mjög til bóta. BANKABLAÐIÐ 3

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.