Bankablaðið - 01.12.1979, Page 20
Þóra Vilbergsdóttir,
gjaldkeri i Útvegsbanka íslands. Hef-
ur starfað 5 ár í banka:
Ég tel, að launamálin eigi
að setja á oddinn í komandi
kjarasamningum, þar sem
kaupmáttur minna launa hef-
ur rýrnað, bæði vegna verð-
Gunnar Hámundarson,
bankaritari í Samvinnubanka islands.
Hefur starfað 3 ár í banka:
Ég vænti þess að okkur tak-
ist að endurheimta þá kjara-
rýrnun, sem átt hefur sér stað
síðastliðið ár. Að fjölgun
bólgu og beinnar launaskerð-
ingar, þar sem umsamdar
prósentur á grunnlaun voru af
okkur teknar. Til þess að rétta
hlut okkar bankamanna þarf
að koma til a.m.k. 20% kaup-
hækkun strax auk áfanga-
hækkana, þar sem mánaðar-
launaflokka upp á við verði
staðreynd, þannig að fólk
strandi ekki svo fljótt sem nú
er í sama launaflokki. Að
launahækkanir í formi álags á
laun svo sem nú er, verði tíð-
ari. Að fá 13. mánuðinn við-
launin nú hrökkva varla fyrir
nauðsynlegum útgjöldum í
þessu verðbólguþjóðfélagi
okkar. Hvað félagslega þætti
varðar, þá hefur margt áunnist
í þeim efnum, en þó má alltaf
betrumbæta og þar finnst mér
að leggja beri áherzlu á að
hrundið verði í framkvæmd
sem fyrst námskeiðum og
endurhæfingu fyrir banka-
starfsmenn eins og samið var
um í síðustu samningum. Ég
tel og einnig mikilvægt að
fella niður talningu laugar-
daga í orlofi og að barnsburð-
arfrí verði hægt að lengja í 6
mánuði á hálfum launum.
Auðvitað er kjarabót í öðru
formi hugsanleg, en ekki má
semja um „félagsmálapakka",
sem aldrei kæmi til fram-
kvæmda.
urkenndan í kjarasamningum.
Að frestun orlofs og niðurfell-
ing laugardaganna nái fram
að ganga. Að fá líf- og slysa-
tryggingu allan sólarhringinn.
Að geti starfsmaður ekki sótt
vinnu vegna veikinda á heim-
ilinu ættu það að teljast lög-
mæt forföll. Að starfsmaður
sem leysir af yfirmann eða
annan hærra launaðan fái
laun þess hins sama sé leyst
af í fleiri en 5 daga. Að starfs-
menn eða starfsmannafélög
fái meiri völd en nú er, þegar
um breytingar sem varða opn-
unartíma, umhverfi og starfs-
aðstöðu á vinnustað er að
ræða. Að bankarnir greiði föst
framlög í fræðslusjóð SÍB og
í orlofsheimilasjóði viðkom-
andi starfsmannafélaga.
4 BANKABLAÐIÐ