Bankablaðið - 01.12.1979, Side 21
Sigmundur Andrésson,
deildarstjóri aðalbókhalds Seðla-
banka íslands. Hefur starfað rösk
22 ár í banka.
Ég vænti sterkrar sam-
bandsstjórnar, sem fylgt get-
ur til sigurs baráttu okkar um
laun sem framfleytt geti fjöl-
skyldu. Ég þekki engan
bankamann með fjölskyldu á
framfæri, sem einungis lifir af
fastalaunum. Öll launahlutfölI
í þjóðfélaginu hafa riðlast á
síðustu árum og bankarnir eru
að verða þjálfunarstöð fyrir
vinnumarkaðinn, þeirtakavið
ungu fólki úr skólum og
kenna því, síðan horfum við á
eftir þessu fólki yfirgefa bank-
ana og hverfa til betri kjara.
Það er ömurleg lýsing á sam-
stöðuleysi okkar að vinna
samningslaust fyrir launum,
sem lægri eru en útrunnir,
frjálsir samningar buðu sem
lágmark.
Áslaug E. Jónsdóttir,
gjaldkeri í Verzlunarbanka Islands,
Breiðholtsútibúi. Hefur starfað 15 ár
í banka:
Komandi kjarasamningur
ætti að vera það skýrt orðað-
ur að hægt væri að fletta upp
í honum og benda óvéfengj-
anlega á ákveðin atriði svart
á hvítu. Æskilegt væri að sam-
ráð væri haft við starfsfólk
áður en ákvarðanir um
breyttan opnunartíma væru
teknar. Nauðsynlegt er að
kjarasamningar kveði skýrt á
um borgun fyrir yfirvinnu og
samræmt verði með öllum
bönkum, hvenær yfirvinna
hefst og hvernig hún skuli
borguð. Einnig er nauðsyn-
legt að greiðsla fyrir síðdegis-
afgreiðslu verði eins í öllum
bönkum.
Æskilegt væri að starfsfólk
það, sem náð hefur 15 ára
starfsaldri staðni ekki í launa-
stiganum.
Þó að kjarasamningar kveði
á um að laun séu lágmarks-
laun hefur honum yfirleitt ver-
ið fylgt fram sem hámarks-
samningi, þessu þarf að
breyta.
Vinnuaðstaða í bönkum er
misjöfn. Margir bankar eru
með gott húsnæði og aðstöðu
til vinnu, og mötuneyti eru til
fyrirmyndar, en því miður eru
ekki allir svo heppnir að hafa
slíka aðstöðu.
BANKABLAÐIÐ 5