Bankablaðið - 01.12.1979, Side 22

Bankablaðið - 01.12.1979, Side 22
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Landsbanka Íslands, sparisjóðsdeild aðalbanka. Hefur starfað 15 ár í banka. Fyrst og fremst að launa- flokkunum verði lyft og fólk sem starfað hefur í 5 ár fái 5% álag og þeir sem starfað hafa í 10 ár og lengur fái 7% til 9% álag og sé þar með haldið á þeirri braut, sem að mínu mati er mjög brýnt, að koma á móts við þá sem starf- að hafa lengst en jafnframt stoppa í launaflokkum því það er tímabært að langur starfs- aldur sé einhvers metinn. Starfsmaður ætti að hafa náð 8.3. eftir 7 ára starf. Einn- ig að orlofsframlag 1. júní miðist við launaflokk 9.3. Það hlýtur að vera mannúð- arsjónarmið í þjóðfélagi þar sem meirihluti kvenna vinnur úti að konur geti verið frá vinnu í 6 mánuði á hálfum launum vegna barnsburðar. Það væri óneitanlega vel til fallið að koma því inn í kjara- samninga á sjálfu barnaárinu. Mér finnst tímabært að það ákvæði sem nú er í fyrsta sinn í kröfugerð um menntun og starfsþjálfun starfsmanna, sem einhverra hluta vegna ekki geta stundað fyrri störf, nái fram að ganga. Þórlaug GuSbjörnsdóttir, fulltrúi í innheimtudeild Iðna'öar- bankans. Hefur starfað 13 ár í banka. Tryggðar verði raunhæfar verðbætur á laun. Áhersla verði lögð á skemmri tíma til að vinna sig upp í launum, einnig ákveðnari skilgrein- ingu á röðun í launaflokka, hvernig á að meta menntun og fyrri starfsreynslu. Ótímabært er að tala um verulega hækk- un í eftirvinnukaupi fyrr en samningar hafa tekist um að skilyrðislaust skuli greiða eft- irvinnu sé unnið fram yfir venjulegan vinnutíma. Barn- eignarfrí fyrir karlmenn skap- aði meira jafnrétti milli kynj- anna, er þá ekki lengur hægt að bera því við að karlmenn- irnir séu öruggari starfskraft- ur, er þeir fara á kostum upp launastigann. Starfsmenn einkabankanna líta á misræm- ið í lífeyrissjóðsmálum milli starfsmanna í ríkis- og einka- bönkum sem stórmál, og krefjast þess að fá sömu rétt- indi og starfsmenn ríkisbank- anna. En fleira er kaup en krónan völt, góðan aðbúnað og þægindi á vinnustað má líka meta. Má þá benda á frjálsan vinnutíma þar sem hægt er að koma því við og eins að starfsfólk festist ekki á stólunum. 6 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.