Bankablaðið - 01.12.1979, Side 23

Bankablaðið - 01.12.1979, Side 23
Hulda Ottesen, bankaritari i Innheimti'deild Lands- bankans. Hefur starfa’5 13 ár í banka: Kröfugerð SÍB er í hóf stillt cg hún er í heild sanngjörn. Mikil nauðsyn er á hækkuð- um grunnlaunum og von mín ersú, að launabilið milli lægst launaðra og hæst launaðra minnki. Þá vænti ég þess að 3% launahækkunin sem koma átti hinn 1.7. í sumar verði greidd. Krafan um samning- ana í gildi á enn við svo og um verðlagsuppbót á öll laun. Félagslegi þátturinn í kjara- samningunum vegur þungt, og ávinningur er að kröfunni um 714 stundar vinnudag og einnig að laugardagar teljist ekki með í orlofi. Þá vil ég nefna 20 daga leyfi fyrir karl á fullum launum vegna barns- burðar eiginkonu eða sambýl- iskonu. Þó að þessi krafa hafi farið fyrir brjóstið á mörgum er hún réttmæt. Það hlýtur að vera krafa bæði föður og barns, að barnið njóti um- hyggju beggja foreldra. Loks vil ég nefna lífeyrismál, þótt þau séu ekki í beinum tengsl- um við kröfugerðina. Mjög þýðingarmikið er, að lífeyris- sjóðir bankamanna tryggi eft- irlaunafólki mannsæmandi líf- eyri, en mjög skortir á að þeir geri það nú. Gísli Jafetsson vinnslustjóri hjá Reiknistofu bank- anna. Hefur starfað hjá RB í 5 ár: Það sem ég vænti fyrst og fremst, var að viðsemjendur okkar hefðu loks áttað sig á þeirri þróun sem orðið hefur á samtökum okkar undanfarin 2—3 ár og myndu haga vinnu- brögðum sínum á annan hátt í þessum samningaviðræðum en í hinum fyrri. Þess sem ég vænti annars í komandi kjara- samningum er: — að fullum kaupmætti launa verði náð og tryggt að hon- um verið haldið á samn- ingstímanum. — að laun í hverri starfsgrein verði samkeppnishæf mið- að við laun á hinum al- menna vinnumarkaði. — að verðlagsbætur verði reiknaðar og greiddar mánaðarlega. — að náð verði til baka þeim 3% sem glötuðust með Ólafslögunum. Auk þess eru kröfurnar um, að laugardagar teljist ekki til orlofs, leiðréttingu vaktaálags, námsleyfi eftir 5 ára starf, líf- tryggingu allan sólarhringinn og ákveðið framlag hvers banka í orlofsheimilasjóði mikilvægar og ég vænti mikils af þeim. BANKABLAÐIÐ 7

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.