Bankablaðið - 01.12.1979, Side 25

Bankablaðið - 01.12.1979, Side 25
Rannveig Þorvaldsdóttir, SparisjóSi Kópavogs. Hefur starfað 7 ár í banka. Það sem ég vil leggja mesta áherslu á í komandi kjara- samningum er ekki fyrst og fremst bein krónutöluhækkun, enda þótt talsverð launahækk- un í krónum verði að koma til, þar eð laun okkar banka- starfsmanna hafa dregist tals- vert aftur úr á síðustu árum, heldur félagslega þætti og fleira þar að lútandi. 1. Við ákvörðun starfsald- urs verði tekið fullt tillit til allra almennra skrifstofu- starfa, en ekki eingöngu starfa hjá ríki og sveitarfélagi eins og verið hefur. Ég tel einnig nauðsynlegt að skýr ákvæði verði um hvernig nám verði metið en um það eru engin ákvæði í gömlu samn- ingunum. 2. Að „13. mánuðurinn" verði tekinn inn í kjarasamn- inga. 3. Að krafist verði aukinna starfsaldurshækkana, og þreps hækkunar um hver ára- mót upp í flokka 8.3. í stað 7.3. eins og verið hefur. 4. Að það verði fellt niður að laugardagar teljist vinnu- dagar við útreikning orlofs. 5. Að konur geti valið um hvort þær taka sitt 3ja mán- aða barnsburðarfrí sem frí allan daginn eða hluta starfs í lengri tíma. Ég tel alls ekki tímabært, miðað við hinn hæga framgang jafnréttis- mála, að feður fái barnsburð- arfrí. 6. Og að lokum tel ég það nauðsynlegt að því verði kom- ið inn í samninga að óheimilt sé að breyta opnunartíma banka og sparisjóða nema að fengnu samþykki viðkomandi starfsmannafélags. BANKABLAÐIÐ óskar bankamönnum ýleðileýla jóla o<ý ^alsœls Izomattdi als BANKABLAÐIÐ 9

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.