Bankablaðið - 01.12.1979, Side 26

Bankablaðið - 01.12.1979, Side 26
31. ÞING SI3 31. þing SÍB var haldið dagana 5.-6. apríl sl. Tala þingfulltrúa er nú föst, 65, og komu þeir víða að af landinu frá 13 aðildarfélögum sambandsins. Auk þess sátu þingið tveir full- trúar frá Starfsmannafélagi Framkvæmdastofn- unar ríkisins sem nýlega hefur fengið aðild að sambandinu. Auk þingfulltrúa og stjórnar SÍB sátu þing- ið nokkrir erlendir gestir, Jan-Erik Lidström frá Norræna bankamannasambandinu, Frits P. Johannsen frá Norska bankamannasam- bandinu, Per Tingman Möller frá Danska sparisjóðasambandinu og Niels Johannessen frá Danska bankamannasambandinu. Þá var boðið til þingsins innlendum gestum frá heild- arsamtökum launþega auk Bjarna G. Magn- ússonar, Landsbanka íslands, fyrrverandi for- manns SÍB. Fulltrúi ASÍ var Jóhannes Sig- geirsson; Bandalags liáskólamanna, Valdimar K. Jónsson; frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja kom Kristján Thorlacius og fulltrúi Farmanna- og fiskimannasambandsins var Ing- ólfur Stefánsson. Skipting jhngfulltrúa milli félags var eftir- farandi: Landsbanki 23 fltr., Búnaðarbanki 8 fltr., Seðlabanki 4 fltr., Iðnaðarbanki 4 fltr., Sam- vinnubanki 4 fltr., Verslunarbanki 3 fltr., Al- þýðubanki 2 fltr., Útvegsbanki 9 fltr., Spsj. Hafnarfj 2 fltr., Sparisj. Keflav. 2 fltr., Reikni stofa bankanna 2 fltr., Spsj. Rvíkur 1 fltr., Spsj. Kópav. 1 fltr. Aðalmál þingsins voru kjaramál, fyrst og fremst frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjara- og efnahagsmál sem þá lá fyrir Alþingi og ger- ir ráð fyrir lækkun umsaminna gTunnlauna félagsmanna Sambands ísl. bankamanna. Þá var mikið til umræðu einhliða ákvörðun bankanna um breytingu á afgreiðslutíma bank- anna, en sem kunnugt er var ekki haft samráð við stjórn Sambands ísl. bankamanna eða ein- stök starfsmannafélög áður en ákvörðun var tekin og breytingin gekk í gildi að hluta. Hið merkasta sem gerðist á jnnginu var Jió vafalaust stofnun verkfallssjóðs Sambands ísl. banka- manna, en samjrykkt var reglugerð fyrir sjóð- inn. Enginn stjórnarmanna úr aðalstjórn gaf kost á sér til endurkjörs, en samkvæmt nýjum lög- um SIB sitja nú 7 menn í aðalstjórn í stað 5 áður. Ur stjórninni gengu: Sólon R. Sigurðsson, formaður, Guðmundur Gíslason, Sveinbjöm Hafliðason, Jón G. Bergmann, Sigurborg Hjaltadóttir, en úr varastjórn gengu Erna Sig- urðardóttir og Bent Bjarnason. í stjórn voru kjörin: Árni Sveinsson, Landsbanka íslands, for- maður; 1. varaformaður Böðvar Magnússon, Búnaðarbanka íslands; 2. varaformaður Sveinn Sveinsson, Seðlabanka Islands; Jóhanna Otte- sen, Landsbanka Islands; Hjörtur Zakaríasson, Útvegsbanka íslands; Helgi Hólm, Verslunar- banka íslands h.f. Varastjórn: Hinrik Greipsson, Útvegsbanka íslands; Birgir Jónsson, Landsbanka íslands; Helgi I. Sigurðsson, Samvinnubankanum; Þorleifur Sigurðsson, Sparisjóði Hafnarfjarðar. 10 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.