Bankablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 34
um og ráðstcfna um atvinnulýðræði
sem haldin var í Danmörku í nóvem-
ber. SÍB átti fulltrúa á báðum þessum
ráðstefnum.
Þing NBU 1978
Þing NBU var lialdið í Reykjavík
dagana 28. ágúst til 1. september 1978
og var það í fyrsta skipti, sem þing
NBU er haldið hér á landi. Þingfull-
trúar voru rúmlega 70 frá öllum Norð-
urlandaþjóðunum. (Áður hefur ítar-
lega verið sagt frá þinginu í Banka-
blaðinu).
Námskeið erlendls
SÍB hefur ýmiss konar beina sam-
vinnu við bankamannasamböndin
annars staðar á Norðurlöndum, með
eða án milligöngu NBU. M. a. berast
SÍB öðru hvcrju boð um að senda
fulltrúa á trúnaðarmannanámskeið á
vegum sambandanna. Þrjú slik boð
hafa verið þegin á starfstímabiii
stjórnarinnar.
Þegar litið er yfir norrænt samstarf
sfðustu 2 ár verður niðurstaðan sú, að
það hefur verið til mikils gagns fyrir
SÍB. Þannig getur SlB fylgst með þró-
un hinna ýmsu mála annars staðar á
Norðurlöndum og vandamálin eru í
aðalatriðum sameiginleg. Á þennan
hátt hefur sambandið á ýmsan máta
mótað kröfur sinar gagnvart viðsemj-
andanum, tekið upp nýmæli frá hin-
um Norðurlandasamböndunum og
haft aðstöðu til að fylgjast með þróun
mála þar. Verkfallssjóður Norræna
sambandsins cr SÍB einnig sterkur
bakhjarl ef til verkfalla kemur. Minna
má á, að á þeim ráðstefnum sem SÍB
liéfur haldið um hina ýmsu mála-
flokka hefur í miklum mæli verið
stuðst við gögn og reynslu frá hinum
Norðurlöndunum. Núverandi árgjald
SÍB til Norræna bankamannasam-
bandsins er 5 kr. sænskar fyrir hvern
félagsmann SÍB, en NBU ber kostnað
af ferðum vegna funda í stjórn og
fastanefndum innan NBU og sam-
kvæmt nýjum reglum greiðir NBU
ennfremur uppihald fundarmanna.
Aukaþing SÍB
19. apríl 1978 var haldið aukaþing
SÍB. Aðalmál þingsins var að fjalla um
lagabreytingar sambandsins. Ný lög
fyrir sambandið voru samþykkt á
þinginu og eru þau mjög ítarleg, alls
36 greinar. Veigamesta breytingin felst
í kaflanum um samnings- og verkfalls-
réttiim. (Nýju lögin voru birt í Banka-
blaðinu, 2. tbl. 1978. Þau hafa auk
þess verið sérprentuð og scnd trún-
aðarmönnum og starfsmannafélögum).
Útgáfustarfsemi
Stjórn SÍB setti sér í upphafi það
markmið, að stórefla útgáfu Banka-
blaðsins, en það hafði komið óreglu-
lega út árið á undan. Á árinu 1977
komu út 3 tölublöð af Bankalilaðinu
og 4 tölublöð á árinu 1978.
Sambandstíðindi komu út 25 sinn-
um árið 1977 cn 26 sinnum árið 1978.
Af lausum stöðum komu út 35 árið
1977 og 26 árið 1978.
Af annarri útgáfustarfsemi má helst
nefna gögn sem dreift hefur verið til
trúnaðarmanna SÍB og formanna
starfsmannafélaga.
Bankamannaskólinn
Starfsemi Bankamannaskólans var
framan af með svipuðum hætti og
undanfarin ár. Hinn 1. nóvember 1977
var hins vegar skrifað undir nýjan
samning um starfsemi Bankamanna-
skólans og vorið 1978 var ráðinn nýr
skólastjóri að skólanum, Þorsteinn
Magnússon, sem áður var kennari við
Verslunarskólann. í ráði er að stór-
efla starfsemi skólans og hefur þar
vcrið unnið mikið undirbúningsstarf.
Benedikt Guðbjartsson, Landsbanka
fslands, hefur verið fuiltrúi SÍB í
skólanefnd Bankamannaskólans und-
anfarin 2 ár og tók hann við því starfi
af Helga Steingrímssyni, Landsbanka
íslands.
Mál fyrir kjaranefnd
í samræmi við 14. grein samkomu-
lags SÍB og bankanna um kjarasamn-
inga hcfur verið starfandi kjaranefnd
sem fjallað hefur um ágreiningsmál
vegna kjarasamninga. Kjaranefnd hef-
ur haldið 15 fundi og fjallað um
ágreiningsmál af ýmsu tagi, auk þess
sem rætt hefur verið um ýmsar spum-
ingar varðandi túlkun kjarasamninga
án þcss að um formlcg ágreiningsmál
hafi verið að ræða. (Þessara mála hef-
ur vcrið getið f Bankablaðinu).
LokaorS
Skýrsla þessi gefur ekki fullkomna
mynd af starfi SÍB síðastliðin 2 ár. Til
þess þyrfti liún að vera bæði lengri
og ftarlegri. Stjórnin vill að lokum
þakka gott samstarf við stjórnarmenn
starfsmannafélaganna, trúnaðarmenn,
almenna félagsmenn og öllum jieim
sem hafa lagt hönd á plóginn á liðnu
starfstímabili. Það er von fráfarandi
stjórnar að þetta jiing verði árangurs-
ríkt í störfum og niarki sambandinu
hcillaríka stefnu næstu 2 árin og um
nána framtíð.
Fulltrúar Samvinnubankans á sambandsþingi.
18 BANKABLAÐIÐ