Bankablaðið - 01.12.1979, Page 35
ÁLYKTANIR ÞINGSINS
Alyktun um efnahagsaðgerSir
Þing SÍB haldið 5. april 1979 raót-
mælir harðlega þess háttar íhlutun
Alþingis í frjálsan og lögvarinn samn-
ingsrétt, sem fram kemur í frumvarpi
til laga um stjórn efnahagsmála o.fl.
Fyrirhuguð eignaupptaka og kjara-
skerðing á sér enga liliðstæðu og bygg-
ist ekki á rökstuðningi þeim sem
fram kemur í frumvarpinu, þar sem
grunnkaupshækkun til bankamanna
mun ekki hækka þjónustukostnað við-
skiptavina bankanna.
Þingið lítur svo á, að lögfesting
skerðingarinnar á grunnlaunum einn-
ar fámennrar stéttar launþega eins og
bankamanna sé brot á ákvæðum
stjórnarskrárinnar um vernd eigna-
réttarins. Bankamenn áskilja sér rétt
til að lcita úrskurðar dómstóla og
jafnframt að beita mætti samtakanna
gegn slíkum ólögum.
Þjálfunar- og fræðslumál
Það er stefna SÍB að stuðla að
menntun bankamanna með það fyrir
augum að allir starfsmenn bankanna
eigi kost á fræðslu á sem flestum svið-
um bankastarfseminnar.
Hver starfsmaður, sem byrjar starf
í banka, skal eiga þess kost að stunda
almennt undirbúnings- og kynningar-
nám er varðar flestar greinar starfs-
ins — og byrjendafræðslu — og hafa
rétt til að taka þátt í sérnámi síðar,
sem nauðsynlegt telst til að stunda
vandasöm bankastörf.
Með vandaðri byrjendafræðslu skal
stefnt að auknu áliti og virðingu fyrir
bankastarfinu, sem leiðir til jress, að
bestu og hæfustu starfsmenn velji sér
bankastarfið sem ævistarf.
Fjölbreytt framhaldsfræðsla, sem
tekur við að byrjendafræðslu lokinni,
skal standa öllum bankamönnum op-
in.
SÍB telur það mikilvægt, að stjórn-
endur bankanna og fulltrúar banka-
starfsmanna vinni sameiginlega að
mótun stefnu í fræðslumálum. Stefnan
skal fyrst og fremst byggja á reynslu
af Bankamannaskólanum og miðast
við íslenskar aðstæður. Eðlileg fram-
þróun er æskilcgri en stökkbreyting í
átt að erlendri fyrirmynd, en engu að
síður má margt læra af reynslu frænd-
jrjóða okkar í þessum efnum.
Stefna skal að því að öll bókleg
fræðsla bankamanna fari fram á veg-
um Bankamannaskólans, sem stjórnað
er sameiginlega af fulltrúum starfs-
manna og vinnuveitenda. Verkleg
fræðsla verði skipulögð af Banka-
mannaskólanum, en framkvæmd á
hverjum vinnustað fyrir sig eða í æf-
ingastöð Bankamannaskólans.
Markmið bankafræðslunnar
ByrjendafrœOslan á að kynna og
gefa gott yfirlit yfir öll lielstu störf
scm unnin eru í banka. Að kynna auk
þess sögu og stöðu bankastarfseminn-
ar. Fræðsla þessi skal ná tii allra
þcirra sem ráðnir eru til starfa í bönk-
um.
Framhaldsfrœðslan á að skapa starfs-
mönnum möguleika á staðgóðri og
vandaðri þekkingu á hinum einstöku
sérgreindu sviðum bankastarfseminn-
ar, bæði með frumfræðslu og endur-
menntun. Sérstaka áherslu ætti að
leggja á fræðslu um nýjungar og
tækniþróun í bönkum.
Námshvetjandi launakerfi er eitt af
undirstöðum þess að almenn þátttaka
verði í starfsemi Bankamannaskólans,
auk forgangs til ábyrgðarmciri starfa
eftir að námi er lokið.
Byrjenda- og framhaldsfræðsla
skulu fara fram í vinnutíma starfs-
manna.
Um starf og skipulag
Bankamannaskólans
Þing SlB fagnar þeirri þróun sem
átt hefur sér stað í rekstri Banka-
mannaskólans síðustu starfsár. Ráðn-
ing skólastjóra hefur ótvírætt í för
með sér eflingu skólans og vænta
bankamenn mikils af skólanum f fram-
tíðinni.
Þingið leggur áherslu á að skólinn
sé sjálfseignarstofnun, stjórnunarlega
óháður framlagi hverrar lánastofnunar
og stjórnist af kosinni stjórn þeirra
sem aðild eiga að skólanum.
Æskileg stjórnaraðild sé þannig, að
helmingur stjórnarmanna sé kosinn
af vinnuveitendum og hinn helming
urinn kosinn af þingi SÍB. Kjörtíma-
bilið sé 2 ár. Formaður og varaformað-
ur verði til skiptis frá starfsmönnum
og vinnuveitendum.
Þá telur þingið rétt, að hið fyrsta
verði komið á fót samstarfshópi,
skipuðum þrem fulltrúum frá vinnu-
veitendum og þrem frá SÍB, ásamt
skólastjóranum, sem vinni að endur-
skoðun á samningi um skipulag
Bankamannaskólans. Skal verkefni
starfshópsins beinast að nánari út-
færslu þess samstarfs sem á sér stað
um skólann, skilgreina tilgang og
markmið, og leggja á ráðin um fram-
tíðarþróun hans.
Um áhrif náms á kjör
Það er stefna SÍB, að starfsmenn
skuli njóta í launum sérþekkingar sem
BANKABLAÐIÐ 19