Bankablaðið - 01.12.1979, Side 42

Bankablaðið - 01.12.1979, Side 42
tækniþróun Dagana 7. og 8. desember 1978 var haldin á Hótel Loftleiðum ráðstefna á vegum SIB um tækniþróun í bönkum. Var þetta í fyrsta sinn sem launþegasamtök hérlendis hafa tekið mál þessi sérstaklega fyrir með þessum hætti, en sem kunnugt er hefur tækniþróun og tölvu- notkun farið ört vaxandi í íslenskum bönkum á síðustu árum og má búast við enn stórstígari skrefum í þeim efnum á næstunni. Þátttakendur voru 45 að tölu frá flestum bönkum, auk þess sem starfsmannastjórum bankanna og stjórn Bankamannaskólans hafði verið boðið að sitja ráðstefnuna. Eftir setningu formanns SÍB Sólons R. Sig- urðssonar fluttu framsögrunenn erindi sín. Þórður B. Sigurðsson, forstöðumaður Reikni- stofu bankanna og Helgi Steingrímsson, for- stöðumaður hagræðingardeildar Landsbank- ans, ræddu um tækniþróun í íslenskum bönk- um, bæði sögulega og hvað í vændum er. Þor- steinn Magnússon, skólastjóri Bankamanna- skólans ræddi um menntun bankamanna og loks gerði Ib Hansen, fulltrúi frá Danska bankamannasambandinu grein fyrir þróun þessara mála í Danmörku og afstöðu Danska bankamannasambandsins til hennar. Gert var ráð fyrir að framkvæmdastjóri Norræna bankamannasambandsins, Jan-Erik Lidström, gerði grein fyrir viðhorfum sam- bandsins og þróuninni á öðrum Norðurlönd- um, en af persónulegum ástæðum gat hann ekki setið ráðstefnuna. Frá honum barst hins vegar skeyti þar sem hann fyrir hönd Norræna bankamannasambandsins fagnar því frum- kvæði SÍB að taka mál þessi til umræðu og óskaði ráðstefnunni alls velfarnaðar. Að loknum framsöguerindum var unnið í starfshópum og loks sátu framsögumenn fyrir svörum og svöruðu spumingum þátttakenda. Ráðstefnu þessari var ekki ætlað að móta stefnu SÍB varðandi tölvuþróun, en hins vegar fyrst og fremst það hlutverk að kynna mál Jaessi og fá umræður þar um. Frá ráðstefnu SÍB um tcekniþróiin. 26 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.