Bankablaðið - 01.12.1979, Síða 45
Helgi H. Steingrimsson, torstöðumaður Hagræðingardeildar L.f,
Ekki til baka snúið
Helgi H. Steingrímsson, forstöðumaður
Hagræðingardeildar Landsbankans hélt erindi
á ráðstefnunni, sem hann nefndi Tækniþróun
í íslenzkum bönkum. Þar vék hann fyrst að
þeim skoðunum, sem verið hafa innan bank-
anna á mikilvægi tölvuvinnslu almennt, þar
sem sumir teldu óþarflega mikla áherzlu hafa
verið lagða á þann þátt, þar sem svo aðrir
teldu að ekki hafi nóg miðað í þeim efnum á
liðnum árum, og taldi Helgi að sá hópur væri
í miklum meirihluta. Ennfremur ræddi hann
um þær skiptu skoðanir, sem fram hafa komið
innan nokkurra banka um það, hvort farsælla
hafi verið að stefna alfarið að sameiginlegri
tölvuvinnslu bankanna fremur en að starf-
rækja áfram og efla eigin tölvudeildir, og láta
samvinnuna aðeins ná til vélrænna skjala-
skipta tékka. Mikilvægast væri þó, að í umræð-
um um þessi mál hafi menn ekki greint á um
það, hvert væri höfuðmarkmiðið, en það væri
að sjálfsögðu það, að sem fyrst bæri að taka til
tölvuvinnslu öll verkefni, sem hagkvæmt
þætti. Síðan rakti Helgi sögulega þróun
vinnslu hinna ýmsu bankaverkefna frá stofnun
Landsbankans fram til þess tíma er tölvu-
vinnsla hefst, síðan þróun töluvinnslu Lands-
bankans, kosti hennar og neikvæð áhrif, og
loks ræddi hann mögulega þróun mála í fram-
tíðinni.
í þessum hluta ræðu sinnar rakti Helgi þró-
unina, allt frá tímum pennastanga og bleks
frá því er bankinn tók til starfa árið 1886, til
síðasta árs, að teknar eru í notkun örskyggnur
(microfiche) með tilheyrandi tækjabúnaði.
Fram kom að bankinn hefði tekið ritvélar og
samlagningarvélar í notkun árið 1905, NCR
o o
Helgi H. Steingrimsson, forstöðumaður.
bókhaldsvélar af gerðinni class 2000 árið 1934,
og margföldunarvélar árið eftir. Gjaldkeravél-
ar af gerðinni NCR 41 eru síðan teknar í
notkun árið 1958, og árið 1961 koma til sög
unnar IBM 632 skýrslugerðarvélar hjá Veð-
deild bankans. Kienzle bókhaldsvélar með
vaxtaútreikningi koma árið 1962, og IBM
tölva af gerðinni 360/20 fær bankinn síðan ár-
ið 1967. Árið 1975 kemur IBM 370/135 tölva
BANKABLAÐIÐ 29