Bankablaðið - 01.12.1979, Side 47
rangrar bókhaldsmeðferðar hafa minnkað
vernlega, enda allt eftirlit orðið auðveldara.
Þá nefndi hann aukna möguleika á hagkvæm-
ari endurskoðun, vaxta- og gjaldskrárbreyting-
ar liefðu orðið auðveldari, og vinnubrögð
innlánsstofnana almennt verið samræmd.
Ennfremur nefndi Helgi í þessu sambandi,
að með tölvuvinnslu væri framkvæmd nýrra
viðfangselna gerð auðveldari viðfangs með
skömmum fyrirvara, og vinnsla nmfangsmik-
illa skyndiverkefna, svo sem vaxtabreytinga og
áramótauppgjörs gengi mun hraðar og ein-
faldar fyrir sig.
Hann kvað tölvuvinnsluna gefa möguleika
á nýtingu sömu upplýsinga á margvíslegan
liátt, t.d. með hagnýtingu þjóðskrár. Ymis úr-
vinnslugögn væru Iireinlegri en áður, svo sem
útskriftir, tilkynningar, skilagreinar og fleira,
auk þess sem mögulegt væri að veita upplýs-
ingar, sem ekki var unnt áður nema með mikl-
um tilkostnaði.
Þá kvað hann tölvuvæðinguna auðvelda alla
stjórnun, og dregið hefði úr kostnaði við
mannahald, án þess að það hefði leitt til upp-
sagna. Hann gat þess að reynslan hefði sýnt, að
aukning færslumagns hefði ekki leitt til fjölg-
unar starfsfólks auk þess sem vinnutími hefði
styttst.
Neilwœð dhrif tölvuvinnslu.
í þeim hluta erindis síns, sem fjallaði um
neikvæðu Iiliðarnar á tölvutækninni, nefndi
Helgi eftirfarandi atriði:
Kostnaðurinn væri talinn hár, en í jiví sam-
bandi gleymdist oft að meta ávinninginn, sem
væri verulegur sparnaður á öðrum sviðum.
Fræðslu væri verulega ábótavant, sem væri
jæim mun alvarlegra mál, þegar böfð væru í
liuga hin öru mannaskipti í hinum almennu
bankastörfum, tölvuvinnsla yrði sífellt flókn-
ari, og nauðsynlegar handbækur oft takmark-
aðar og á „illskiljanlegu tölvumáli". Auk þessa
væri Jrað staðreynd, að viðskiptamenn væru
íbaldssamir á breytingar, oft vegna ónógrar
kynningar á gagnsemi þeirra. Þá befði komið í
ljós, að starfsmenn væru oft mótfallnir nauð-
synlegum breytingum, hreinlega óttuðust
áhrif þeirra á rótgróið starf, sem væri afar eðli-
legt, en orsakir þessa mætti oft rekja til þess,
að menn gegndu oft of lengi sama starfi, og
kæmust þannig hjá breytingum, er slíku fylgdi.
Loks yrðu starfsmenn háðir vélunum, hættu að
kunna undirstöðuatriði, sem tölvan ynni eft-
ir, auk þess sem tölvuvinnslunni fylgdu lýjandi
og einhæf störf eins og gagnaskráning.
Framtiðarlpróun i tæknivœðingu
í lok erindisins vék Helgi H. Steingrímsson
að framtíðinni. Hann taldi augljóst, að ekki
yrði til baka snúið í tæknivæðingunni. ,,Mek-
aniskar“ bókunarvélar væru að hverfa af mark-
aðnum, og nú væri stefnt að því að taka í notk-
un afgreiðsluvélar tengdum tölvu. Gagna-
skráning myndi fara fram í deildum um leið og
afgreiðslan ætti sér stað. Loks nefndi hann
mögulega tölvusamvinnu í milliríkjaviðskipt-
um, og greindi stuttlega frá SWIFT greiðslu-
kerfinu.
BANKABLAÐIÐ 31