Bankablaðið - 01.12.1979, Page 48

Bankablaðið - 01.12.1979, Page 48
Ib Hansen, ritari DBLi Tölvan er pölitískt tækí Ib Hansen, ritari Danska bankamannasam- bandsins, DBL, var gestur ráðstefnu SÍB um tækniþróun í íslenskum bönkum. í erindi sínu fjallaði hann um áhrif tölvunotkunarinnar á dönskum vinnumarkaði og nauðsyn Jaess að móta ákveðna „tölvu-pólitík“, sem gæti stjórn- að þróuninni. Síðan sagði Ib Hansen: ,,Á síðustu árum liafa ýmsir rætt mikið um nauðsyn þess að hafa hemil á þróuninni, einkum tölvuþróun- inni, meðan á efnahagskre]Dpunni stendur. Einkum hafa ýmis samtök launamanna rætt Jressi mál, Jrar sem sú staðreynd blasir við, að ný tölvukerfi hafa valdið miklu atvinnuleysi. Nýlega hafa tveir danskir stjórnmálaflokkar lagt til, að þau fyrirtæki, sem ráða fleiri starfs- menn í stað sjálfvirkrar tækniþróunar, skuli veitt skattfríðindi. Átökin milli danska prentarasambandsins og Det Berlinske Hus, er oft tekið sem dæmi um livaða afleiðingar tölvuvæðingin getur haft í för með sér, þegar í kjölfar hennar kemur hrikalegt atvinnuleysi heilla starfsstétta. Aðrar starfsgxeinar hafa svipaða sögu að segja, t.d. bankar og tryggingafyrirtæki. Þrátt fyrir að starfsliði danskra banka hafi fjölgað, hefur bankanemum fækkað um 59%, á árabil- inu frá 1972 til 1978. Sérmenntuðu starfsliði hefur fjölgað um 29%, en fjöldi ófaglærðra bankastarfsmanna hefur aukist mest, eða um 94%. Ofaglærðir bankamenn fá laun sem eru meira en 20% lægri en faglærðra. Útlit er fyrir, að enn megi fækka banka- starfsmönnum í Danmörku um 1.000 til 1.500 á næstu árum með aukinni tækni. Sparnaður- inn er metinn á 150 milljónir danskra króna, Ib Hansen, ritari DBL. en síðan má draga frá þessari upphæð væntan- legar atvinnuleysisbætur til atvinnulausra bankamanna." ,,Og hver er Jrað svo sem tekur til sín væntanlegan mismun eftir vinnuhagræð- ingu sem j3essa?“ spyr Ib Hansen. Ib Hansen sagði, að tölvuvæðingu væri ætl- að að auka vinnuhagræðingu. Á krepputímum væri hins vegar engin þörf á slíku. Vandamál vegna atvinnuleysis, endurmenntunar og fram- færsluskyldu lenti á J^jóðfélagsheildinni. Ef skólaganga yrði jafnlöng og vinnuvikan jafn margar stundir eftir 10 til 15 ár og hún er nú, myndi fjórði til fimmti hver vinnufær maður í Danmörku fá atvinnu, héldi þróunin áfram. Ib Hansen undirstrikaði mikilvægi þess, að tryggt yrði að tölvuvæðingin yrði nýtt til hags- bóta fyrir Jjjóðfélagið í heild. Þá yrði að koma á umfangsmiklu eftirliti og nákvæmri úttekt á Jjeim hagsbótum og göllum, sem sjálfvirkn- inni er samfara. 32 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.