Bankablaðið - 01.12.1979, Side 51

Bankablaðið - 01.12.1979, Side 51
— að starfsfólkið sé tryggt fyrir þeim andlegu og líkamlegu áföllum, sem það getur orðið fyrir við bankarán, með því að komið verði á eins öruggu afgreiðslufyrirkomulagi og unnt er, með aðstoð tækninnar á hagkvæm- an hátt, — að leitast vei'ði við að komast hjá andlegu og líkamlegu tjóni starfsfólksins vegna starfsins, og að vinnustaðurinn sé í sam- ræmi við einstaklingsbundna- og mennt- unarhæfileika viðkomandi starfsmanns, og, — að sem mestri fullnægingu í starfi verði náð með sem víðtækustum ákvörðunarrétti starfsfólksins um þau málefni, sem varða vinnuaðstöðu Jress. Vinnuumhverfisstefnan tekur einnig fyrir málefni menntunar í starfi og öryggisfulltrúa. Þegar upp kemur ágreiningur um túlkun á vafaatriðum í lögum eða samningum, þá ber að veita starfsmannasamtökunum túlkunarfor- gang j:>ar til málið hefur verið tekið fyrir og afgreitt með samningum og/eða frammi fyrir dómstól. Starfið i hœttu Hugmyndin er að NBU-samtökin haldi áfram að vinna að Jreim vandamálum, sem eru fyrir hendi á tækni- og vinnuumhverfissviði, hvert í sínu lagi, segir fulltrúi NBU, Jan-Erik Lidström. Þetta er mjög mikilvægt mál fyrir Finna og Islendinga, en í þessum löndum er ekki um neina nýja löggjöf að ræða um þessi mál. Ný tækni er vandamál í öllum löndunum. Þess ber þó að gæta að tækniþróun þjóðfélags- ins er ekkert sérvandamál Jress fólks, sem vinn- ur bankastörf, heldur nær það til þjóðfélagsins í heild. Þess vegna er mikilvægt að hafa áhrif á ríkisvaldið, heildarsamtök og stjórnmála- menn, til Jæss að forða okkur frá því að lenda inni í þróun, sem getur orðið alvarleg fyrir atvinnuástandið í Jiessari starfsgrein og rétt- indi þess fólks, sem vinnur Joessi störf. Jan-Erik Lidström minnir á að NBU-þingið 1978 samjrykkti einnig stefnuskrá um með- ákvörðunarrétt, vinnutíma- og öryggismál. Tímann fram að þinginu 1980 í Helsingfors er ætlunin að nota til Jress að vinna að stefnu- skrá sambandsins í launamálum, lífeyrismál- um og starfsmenntun. Fjárstyrkir og pinghald Stjórn NBU hefur ákveðið að árlega skuli úthlutað ferðastyrk að upphæð 15.000 S.kr., frá og með næstu áramótum, til kynnisdvalar á hagsmunásamtökum eða starfi bankamanna í einhverju landi að eigin vali. Vonast er til að þessi styrkur auki þekkingu á NBLT meðal bankafólks. Árlega stendur NBU fyrir fjölda ýmissa Jringa. Þann 30. maí tóku 40 manns Jrátt í ráðstefnu um meðákvörðunarrétt í Jönköp- ing og í ágúst var haldið upplýsingaþing þeirra, sem bera ábyrgð á dreifingu upplýsinga frá aðildarsamtökum NBU. Dönsku banka- samtökin stóðu fyrir boði á norræna ráðstefnu um starfsmenntun, sem haldin var í Vejle í október, en Jjátttaka var frá bæði atvinnurek- endum og starfsfólki. Stjóm NBU hefur ákveðið að skipuleggja norrænt Jring til reynslu fyrir „svæðisbundna trúnaðarmenn". Ætlunin með þessu er að auka fjölda þeirra, sem taka þátt í norrænu sam- starfi. Á þessu Joingi, sem ætlunin er að halda í júní 1980, mnn starfsemi lannþegasamtak- anna á Norðurlöndunum og alþjóðlegt starf Jjeirra, verða tekið fyrir, einnig verða ákveðin sérvandamál rædd. 150 miljónir s.kr. i verkfallssjóðum Félagatal í NBU jókst á síðasta ári um 4.000 manns, og er nú komið yfir 124.000 félagsmenn. Sambandið hefur nú yfir að ráða verkfallssjóðum, sem geyma samtals 150 mil j- ónir s.kr., aukning um 30 miljónir á einu ári. Samböndin hafa, eins og kunnugt er, undir- ritað samkomulag um gagnkvæma fjárhagsað- stoð á verkfallstímum. BANKABLAÐIÐ 35

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.