Bankablaðið - 01.12.1979, Page 52
FRÆDSLUNEFND NBU
Benedikt E. Guðbjartsson for-
maður FSLÍ, er fulltrúi SIB i
fræðslunefnd NBU. Hér skýrir
hann frá störfum nefndarinn-
ar.
Önnur af fastanefndum Norr-
æna bankamannasambandsins
nefnist fræðslunefnd. Með-
limir hennar eru sjö talsins,
auk framkvæmdastjóra NBU
og aukafulltrúa, þegar sérstök
málefni eru tekin til meðferð-
ar. Fundir nefndarinnar eru
að jafnaði tvisvar á ári.
Allt frá árinu 1931 hefur
Norræna bankamannasam-
bandið látið fræðslumál
bankamanna til sín taka. Með
orðinu fræðslumál er átt við
bæði stéttarlega fræðslu og
bankafræðilega fræðslu. Árið
1956 er sérstök fræðslunefnd
stofnuð á vegum NBU og var
verkefni hennar að skipu-
leggja fundi og ráðstefnur um
fræðslumál og vera NBU ráð-
gefandi um hvers konar
fræðslumál bankamanna á
Norðurlöndum.
Til þess að gefa lesendum
Bankablaðsins hugmynd um
verkefni nefndarinnar má
nefna nokkur frá síðasta ári,
s. s. undirbúning Norrænar
fræðsluráðstefnu, sem fram
Benedihl E. Guðbjartsson
fór 19.—20. okt. í Vejle í Dan-
mörku, skipulagning náms-
stefnu fyrir ritstjóra banka-
blaðanna á Norðurlöndum,
sent fram fór 21.—23. ágúst í
Grená í Danmörku, gera til-
lögu að samræmdri stefnu í
starfsfræðslu bankamanna,
taka saman skýrslu um stétt-
arlega fræðslu o. fl.
Af verkefnum, sem eru í
undirbúningi, má nefna nám-
skeið fyrir trúnaðarmenn,
sem haldið verður 2.-6. júní
1980 í Kungalv í Svíþjóð.
Mun SÍB væntanlega senda
tvo til þrjá trúnaðarmenn til
þátttöku í því námskeiði. Þá
er verið að semja reglur um
úthlutun úr námssjóði NBU,
sem hefur til ráðstöfunar allt
að s. kr. 30.000 þetta árið.
Auk framangreindra verk-
efna útbúa nefndarmenn
skriflegar skýrslur um þróun
fræðslumála í hverju landi og
eru Jrær síðan ræddar á fund-
um nefndarinnar. Með þeim
hætti er safnað saman öllum
nýjungum og reynslu á sviði
fræðslumála bankamanna, og
þeim rniðlað til annarra með-
lima NBU.
Fyrir SÍB hefur starf
fræðslunefndarinnar rnikla
|)ýðingu, einkum hin síðari ár,
eftir að starfsemi Banka-
mannaskólans fór að aukast.
Áhrif okkar á Jrróun skólans
byggjast að verulegu leyti á
reynslu frændjrjóðanna og á
þeim nýjungum sem þær hafa
tekið upp. Þá er einnig þýð-
ingarmikill sá þáttur í starfi
fræðslunefndarinnar sem snýr
að stéttarlegri fræðslu, sem við
höfum endurskipulagt frá
grunni, eftir að við fengum
fullan samningsrétt með lög-
um nr. 34 frá 1977.
36 BANKABLAÐIÐ