Bankablaðið - 01.12.1979, Side 53

Bankablaðið - 01.12.1979, Side 53
STATISTIKNEFND NBU Sveinn Sveinsson, 2. varafor- maður SIB tók i sumar við af Jóni Bergmann, sem fulltrúi sambandsins i staJistik 7>efnd Norrœna bankamannasam- bandsins. Hann sat fyrsta fund sinn i nefndinni 22. til 23. ág- úst i Helsinki. Sveinn segir hér frá þvi helsta sem er á döf- inni hjá statistik nefndinni. Fundurinn var að þessu sinni haJdinn í aðalstöðvum finnska bankamannasam- bandsins í Helsinki dagana 22.-23. ágúst s.l. I upphafi fundarins gerðu fulltrúar grein fyrir því helsta, sem var á döfinni hjá sam- böndunum svo sem nýjum tölvuskráningaraðferðum í bóklialdi og félagatali, áhrif um stöðvunar verðhækkana á afkomu bankamanna, opnun- artíma o.fl. almennum þátt- um. Þá urðu ítarlegar umræður um launakerfi sambandsins svo sem um launahækkanir, launajafnrétti kynjanna, lægstu og hæstu laun, launa- mismun o.fl. Voru í þessu sam- bandi lagðar fram margs kon- ar tölur og útreikningar og kom ]}ar m.a. fram, að aldurs- launahækkanir væru mun Sveinn Sveinsson minni hjá bankamönnum en öðrum verkalýðsfélögum. Enn fremur að ábyrgðastöður inn- an bankanna væru tiltölulega illa launaðar miðað við laun hins óbreytta bankamanns. í framhaldi af unrræðum um launamálin, var tekin fyr- ir beiðni stjórnar NBU um tillögur að umræðuefni um launamál á NBU-þingi, sem haldið verður í Helsinki í september á næsta ári. Nefnd- in gerði tillögur um fjögur umræðuefni, sem ætlað er að öll verði rædd á einum degi, frá því snemma að morgni og langt fram á kvöld. Á dagskrá fundarins var til- laga sænska fulltrúans um at- hugun á lífeyris- og trygg- ingakerfi bankamanna og lagði hann fram uppkast að spurningaformi, sem var rætt og síðan fullunnið. Er gert ráð fyrir að svör við spurn- ingum þessum verði tilbúin frá hverju sambandi fyrir næsta fund nefndarinnar. Þá var farið yfir árlega skýrslu nefndarinnar um launaþróun á árinu 1978 og hún fullgerð. Að síðustu var rædd beiðni ritstjóra að samnorrænu bankariti um tillögur að efni í ritið. Nefndin gerði tillögur um að tekin yrðu viðtöl við hjón í hverju landanna þar sem bæði væru bankastarfs- menn, væru á aldrinum 30-35 ára, byggju í eigin húsi, ættu tvö böm. í viðtölum þessum yrði reynt að lýsa lífsstíl fólks- ins svo sem innkomu og eyðslu, hvernig sumarleyfum væri varið o.s.frv. Næsti fundir nefndarinnar var ákveðinn í Reykjavík 27.- 28. maí n.k. BANKABLAÐIÐ 37

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.