Bankablaðið - 01.12.1979, Page 60

Bankablaðið - 01.12.1979, Page 60
Skólastarfið í vetur. Vetrarstarfið á yfirstandandi vetri, skólaárið 1979—80, hófst með námstefnu útibústjóra bankanna, sem haldin var á Laugarvatni í lok september, þar sem aðallega var rætt um vaxta- málin og efnahagslögin, lánsfjáráætlunina, ný sjónarmið við gerð skuldaskjala, afurðarlánin, mat lánsfjárumsókna og stöðu útibúanna í bankakerfinu. Þátttakendur voru um 65, en fyrirlesarar voru 13 talsins. Nýliðanámskeið liófst svo um miðjan októ- ber, sem er óvenju seint, vegna utanfarar skóla- nefndarmanna á norrænan fund um fræðslu- mál bankamanna. Tveir hópar eru nú á nám- skeiðinu, alls tæpir 60 þátttakendur. Nokkrar lagfæringar voru gerðar á námsefninu, og nokkur kennaraskipti urðu. Námskeiðunum lýkur um miðjan desember. Sú eina kennslu- stofa, sem skólinn hefur til umráða, er næstum fullnýtt vegna nýliðanámskeiðsins, tveir eftir- miðdagar koma til greina til annarra nota. Það er augljóst, að skólastarfið er að sprengja af sér húsnæðið, svo að brátt verður að grípa til einhverra ráða. Annað hvort er að breyta þess- um sal í tvær jafngóðar og jafnstórar kennslu- stofur, sem unnt er að gera með litlu bram- bolti, eða þá að leita eftir öðru húsnæði, með tveim eða þrem kennslustofum og góðri að- stöðu fyrir skrifstofu, kennarastofu, bókasafn og geymslurými. Samt sem áður stendur til að setja í gang einhver sérnámskeið í næsta mán- uði. Aðallega koma til greina gjaldeyrisnám- skeið af einhverju tagi. Eftir áramótin aftur á móti verður meira svigrúm fyrir sérnámskeið- in. Þá stendur til að endurtaka tölvu- og rit- aranámskeiðin frá í fyrra, koma upp nýjum hópi í stjórnun, og e.t.v. einnig stjórnun III. Ný námskeið verða sett upp varðandi tölvum- ar, „Tölvur II“, fyrir þá sem lokið hafa „Tölv- um I“, og einnig verður reynt að korna upp ,,Öryggisnámskeiði fyrir dyra-, hús- og birgða- verði og aðra slíka starfsmenn. Loks verða svo útbúin sérnámskeið utanum helstu deildir bankanna, fyrir þá, sem nýlega hafa byrjað störf þar, s. s. sparisjóðs-, hlaupareiknings- og verðbréfadeildir, og einnig röð gjaldeyrisnám- skeiða. í athugun er að koma upp gjaldkera- námskeiði af einhverju tagi. Umræðu- og fræðslufundi stendur til að halda um þau nýmæli sem eru á döfinni í bankamálum nú, helst hið nýja afgreiðslukerfi gjaldeyris og breytingu á seðla- og myntkerf- inu. Fra mhaldsnámskeið. Það sem fyrirferðamest verður og nýstárleg- ast í starfi skólans í vetur verður framhalds- námskeið, sem verið hefur í undirbúningi lengi, ætlað eldri bankamönnum, og þeirn, sem lokið liafa nýliðanámskeiðunum fyrir nokkr- um árum. Það er röð námskeið, í fjórum önn- um, þ.e. tvo vetur, ef menn ganga í gegnum þaðallt í einni lotu. A hverri önn verða kennd- ar sjö námsgreinar, tvær eða þrjár stundir á dag, og prófað í lok hverrar annar. Námsgrein- ar verða átta talsins, aðallega almennar við- skipta- og bankagreinar. Kennslan verður í höndum reyndra bankamanna, sem verið hafa við undirbúningsstörf nú um nokkra hríð. Fyrirhugað er að byrja á þessum námskeið- um með um 25 manna hóp upp úr miðjum janúar, og að prófað verði í maí. Sami hópur mundi svo halda áfrarn næsta haust, og nýr hópur byrja þá um leið. Stefnt er að því að á næstu þrem eða fjórum árum geti um 100 manns útskrifast úr þessu nýja námi. (Sjá nán- ar um þetta nám í grein annars staðar í blað- inu.) Útlit er fyrir að um 350 til 400 manns taki þátt í starfi skólans á þessu skólaári, sem er sennilega það mesta, sem núverandi hús- næði getur annað. Um það bil fimmti hver bankamaður tekur þátt í starfi skólans í ár. Þorsteinn Magnússon, skólastjóri. 44 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.