Bankablaðið - 01.12.1979, Side 61

Bankablaðið - 01.12.1979, Side 61
Fréttir frá starfsmannafélögunum Frá Starfsmannafélagi Lands- banka íslands Aðalfundur Aðalfundur félagsins var haldinn í samkomusal félags- ins að Laugavegi 77, 22. febr. sl. Þessi aðalfundur er líklega sá fjölmennasti til þessa, enda lá fyrir fundinum að ræða ný- komna tilkynningu frá sparn- aðarnefnd bankanna um nýj- an og breyttan opnunartíma bankanna. Fundurinn hófst kl. 20.30 og stóð til kl. 1.20. Mikl- ar umræður urðu um mál fé- lagsins, m.a. um reikninga og fjárhagsáætlun og ákvörðun árgjalds, sem verður áfram 0,8% af föstum launum í 12 mánuði. Stjórnin gaf öll kost á sér til endurkjörs og þar sem ekkert mótframboð barst var hún sjálfkjörin. Á fundi 14. marz skipti hún þannig með sér verkum: Varaformaður Hermann Stef- ánsson. Gjaldkeri Svana Samúelsdótt- ir. Ritari Birgir Jónsson. Meðstjórnandi Sigrún Ólafs- dóttir. Varastjórn Guðbjörg Gísla- dóttir og Ásdís Gunnarsdóttir. Formaður félagsins er Bene- dikt E. Guðbjartsson. Opnunartimamálið Eins og fyrr segir, var opn- unartímamálið á dagskrá að- alfundarins, og fór mikill tími í umræður um það. Helgi Steingrímsson sem á sæti í sparnaðarnefnd kom á fund- inn og skýrði málið frá bank- ans hálfu. Flestir er tóku til máls um þetta voru á þeirri skoðun að ákvörðun sem þessi væri ólögleg þar sem hún væri breyting á kjara- samningi. í fundarlok var sam- þykkt ályktun þar sem segir m.a.: „Er það skoðun fundar- manna, að það sé öfugþróun að lengja afgreiðslutímann fram eftir deginum. Þvert á móti sé rétt að stefna að lok- um afgreiðslna kl. 15.00 og vinnutíma Ijúki kl. 16.00 eða 16.30. Strax daginn eftir aðalfund óskaði stjórnin eftir viðræðum og samvinnu við bankastjórn um lausn á þessu máli. Segja verður eins og er, að vilji bankans fyrir þessu var ekki ýkja mikill, en föstudaginn 31. ágúst sl. náðist þó samkomu- lag um málið, daginn áður en Preytingin átti að koma til framkvæmda. í þessu sam- komulagi er sérstaklega fjall- að um eftirtalin 5 atriði: A. Greiðsla fyrir óhjákvæmi- lega yfirvinnu vegna breyt- ingarinnar. B. Aðgerðir til að koma í veg fyrir yfirvinnu. C. Almennt um leiðir til að Ijúka vinnutíma fyrr á deg- inum. D. Starfsaðferðir við skipu- lagsbreytingar og samráð þessara aðila. E. Samráð um tækniþróun innan bankans. Liftryggingarmál Á sérstökum hátíðarfundi sem stjórnin hélt á 50 ára af- mæli félagsins var ákveðið m.a. að vinna að líftryggingu fyrir starfsmenn bankans. Til að koma þessu máli á rekspöl hefur starfsmannafélagið keypt þessa tryggingu til bráðabirgða, eða frá 1. sept. sl., en hugsjónin er sú að þetta verði einn liður í kom- andi kjarasamningum. Allir starfsmenn á aldrinum 18 til 49 ára eru því nú líftryggðir að fullu, en upphæðin lækkar síðan úr því og dettur út við 70 ára aldur. BANKABLAÐIÐ 45

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.