Bankablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 61

Bankablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 61
Fréttir frá starfsmannafélögunum Frá Starfsmannafélagi Lands- banka íslands Aðalfundur Aðalfundur félagsins var haldinn í samkomusal félags- ins að Laugavegi 77, 22. febr. sl. Þessi aðalfundur er líklega sá fjölmennasti til þessa, enda lá fyrir fundinum að ræða ný- komna tilkynningu frá sparn- aðarnefnd bankanna um nýj- an og breyttan opnunartíma bankanna. Fundurinn hófst kl. 20.30 og stóð til kl. 1.20. Mikl- ar umræður urðu um mál fé- lagsins, m.a. um reikninga og fjárhagsáætlun og ákvörðun árgjalds, sem verður áfram 0,8% af föstum launum í 12 mánuði. Stjórnin gaf öll kost á sér til endurkjörs og þar sem ekkert mótframboð barst var hún sjálfkjörin. Á fundi 14. marz skipti hún þannig með sér verkum: Varaformaður Hermann Stef- ánsson. Gjaldkeri Svana Samúelsdótt- ir. Ritari Birgir Jónsson. Meðstjórnandi Sigrún Ólafs- dóttir. Varastjórn Guðbjörg Gísla- dóttir og Ásdís Gunnarsdóttir. Formaður félagsins er Bene- dikt E. Guðbjartsson. Opnunartimamálið Eins og fyrr segir, var opn- unartímamálið á dagskrá að- alfundarins, og fór mikill tími í umræður um það. Helgi Steingrímsson sem á sæti í sparnaðarnefnd kom á fund- inn og skýrði málið frá bank- ans hálfu. Flestir er tóku til máls um þetta voru á þeirri skoðun að ákvörðun sem þessi væri ólögleg þar sem hún væri breyting á kjara- samningi. í fundarlok var sam- þykkt ályktun þar sem segir m.a.: „Er það skoðun fundar- manna, að það sé öfugþróun að lengja afgreiðslutímann fram eftir deginum. Þvert á móti sé rétt að stefna að lok- um afgreiðslna kl. 15.00 og vinnutíma Ijúki kl. 16.00 eða 16.30. Strax daginn eftir aðalfund óskaði stjórnin eftir viðræðum og samvinnu við bankastjórn um lausn á þessu máli. Segja verður eins og er, að vilji bankans fyrir þessu var ekki ýkja mikill, en föstudaginn 31. ágúst sl. náðist þó samkomu- lag um málið, daginn áður en Preytingin átti að koma til framkvæmda. í þessu sam- komulagi er sérstaklega fjall- að um eftirtalin 5 atriði: A. Greiðsla fyrir óhjákvæmi- lega yfirvinnu vegna breyt- ingarinnar. B. Aðgerðir til að koma í veg fyrir yfirvinnu. C. Almennt um leiðir til að Ijúka vinnutíma fyrr á deg- inum. D. Starfsaðferðir við skipu- lagsbreytingar og samráð þessara aðila. E. Samráð um tækniþróun innan bankans. Liftryggingarmál Á sérstökum hátíðarfundi sem stjórnin hélt á 50 ára af- mæli félagsins var ákveðið m.a. að vinna að líftryggingu fyrir starfsmenn bankans. Til að koma þessu máli á rekspöl hefur starfsmannafélagið keypt þessa tryggingu til bráðabirgða, eða frá 1. sept. sl., en hugsjónin er sú að þetta verði einn liður í kom- andi kjarasamningum. Allir starfsmenn á aldrinum 18 til 49 ára eru því nú líftryggðir að fullu, en upphæðin lækkar síðan úr því og dettur út við 70 ára aldur. BANKABLAÐIÐ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.