Bankablaðið - 01.12.1979, Page 62

Bankablaðið - 01.12.1979, Page 62
Siguröur P. Björnsson, utibússtjóri á Húsavik sýnir trúnaöarmönnum FSLÍ útibúið. Fundur meS starfsfólki á Snæ- fellsnesi og VestfjörSum Af skiljanlegum ástæðum hefur samband stjórnarinnar við fólk úti á landsbyggðinni verið minna en æskilegt get- ur taiist. Til að bæta úr þessu hefur verið ákveðið að halda fundi úti á landi með starfs- fólki þar, t.d. í hverjum fjórð- ungi í einu, eða svæðum er liggja vel saman. Stefnt er að því að halda a.m.k. einn slíkan fund á ári. Fyrsti fundurinn var haldinn á Hótel Eddu á ísafirði 16. júní sl., með starfsfólki bankans á ísafirði, Bíldudal, Hellissandi og Ólafsvík. Mættir voru 33 starfsmenn ofangreindra úti- búa, auk stjórnar F.S.L.Í. og Jóhönnu Ottesen sem mætti fyrir hönd Samb. ísl. banka- manna. Flutti hún þar erindi um sögu sambandsins, til- gang og starf þess í dag og þau mál sem eru á döf- inni. Mjög mörg mál sem eru á dagskrá hjá félaginu komu til umræðu, og voru þá reifuð af stjórnarfólki og síðar um þau fjallað. Má t. d. nefna mál eins og tryggingarmál, afmæl- issjóðinn, lífeyrissjóðinn, fræðslumál, kjaramál, kynning á kröfugerðinni, og sumar- búðamál svo einhver dæmi séu nefnd. Einnig var tími á dagskránni þar sem ætlast vartil að starfsfólkið bæri upp þau mál er því væri efast í huga. í þessum þætti komu margar góðar ábendingar um mál er betur gætu farið. Eftir að fundi lauk um kl. 17.00, var öllum fundarmönn- um ásamt mökum boðið að skoða hús útibúsins á ísafirði og síðan til kvöldverðar á Hótel Eddu. Á sunnudags- morgunn 17. júní var farið í skoðunarferð til Bolungarvík- ur, Sparisjóðurinn og ráðhús- ið heimsótt og ekið um bæinn undir leiðsögn Sólbergs Jóns- sonar sparisjóðsstjóra. Eftir hádegi fór síðan fólk að búast til heimferðar. Næsti fundur verður að öllum líkindum á Austfjörðum næsta sumar. TrúnaSarmannaráSsfundur Öllum trúnaðarmönnum bankans, sem eru 26 talsins, var boðið til trúnaðarmanna- ráðsfundar á Akureyri dagana 7. og 8. september sl. Meiri hluti trúnaðarmanna sá sér fært að mæta til þessa fundar og þar að auki stór hópur maka þeirra, auk stjórnar- manna og Jóhönnu Ottesen frá Samb. ísl. bankamanna. Flestir komu til Akureyrar á fimmtudagskvöldið, en það kvöld var haldinn fundur með starfsfólki þar, en rætt var að- allega um þau mál er snerta þessa starfsmenn sérstak- lega, og þeirra fyrirspurnum svarað. Á föstudaginn 7. sept., setti Benedikt E. Guðbjarts- son fund í trúnaðarmanna- ráði í samkomusal Lands- bankans á Akureyri. í upphafi ræddi Benedikt um opnunar- tímamálið og snerust umræð- urnar fyrir hádegi að mestu um það mál og önnur þau mál er tengjast því, t. d. greiðsl- ur fyrir yfirvinnu. Eftir matar- hlé hóf Jóhanna Ottesen fund- inn með því að segja frá mál- um sambandsins, og því starfi sem unnið hefur verið við gerð kröfugerðar, eða drögum að nýjum kjarasamningi. Birg- ir Jónsson skýrði síðan kröfu- gerðina og bar hana saman við kjarasamningana sem nú er greitt eftir. Hermann Stef- ánsson hafði framsögu um 46 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.