Bankablaðið - 01.12.1979, Side 65
til keppni við kollega þar. Fyr-
ir þá ferð æfði liðið mjög vel
undir handleiðslu hins kunna
þjálfara Karls Benediktsson-
ar. Það var því harðsnúið lið,
sem hélt til Osló hinn 4. maí
síðastliðinn.
Leiknir voru tveir leikir við
Bergen Bank, sem annaðist
móttökur í Noregi. Unnust
báðir leikirnir með yfirburð-
um. Síðan var haldið til Kaup-
mannahafnar þar sem leiknir
voru tveir leikir. Við Den
Danske Bank, sem annaðist
móttökurog við Privatbanken.
Lið Den Danske Bank var talið
mjög sterkt, enda leikur það í
1. deild í firmakeppninni í
Danmörku, en hún er í þrem
deildum. Lið Privatbankans
var ekki talið eins sterkt, enda
lék það í 2. deild. Báðir leik-
irnir fóru fram sama kvöldið
með stuttu millibili. Það var
því ætlunin, að við lékum við
sterkara liðið fyrst, en þegar
til kom var það veikara liðið,
þ.e. Privatþanken, sem mætti
fyrst til leiks. Þann leik sigraði
Landsbankinn með yfirburð-
um. Síðan var leikið við Den
Danske Bank og var sá leikur
í járnum lengi vel, en að lok-
um seig Landsbankinn fram
úr og sigraði örugglega með
5 marka mun og voru frændur
vorir Danir ekki áberandi
ánægðir með þau úrslit.
Móttökur Norðmanna og
Dana voru allar til mikillar fyr-
irmyndar og heppnaðist ferð-
in í alla staði mjög vel.
Að öðru leyti hefur íþrótta-
iðkun í þankanum verið með
hefðbundnum hætti á árinu.
i sumar var fengin aðstaða til
íþróttaiðkunar á íþróttasvæði
Þróttar við Sæviðarsund og
þeir, sem höfðu áhuga á golf-
iðkun fengu aðstöðu gegn
lækkuðu gjaldi hjá Golfklúbbi
Reykjavíkur.
Nú er vetrarstarfið hafið og
eru íþróttaæfingar tvisvar í
viku í íþróttahúsi Seltjarnar-
ness. iþróttanefnd hvetur ein-
dregið alla starfsmenn Lands-
bankans til þess að notfæra
sér þessa aðstöðu til hollrar
og góðrar hreyfingar, svo og
hvetur nefndin alla banka-
menn til aukinnar íþróttaiðk-
unar.
Frá skemmtinefnd F.S.L.Í.
Mikil gróska hefur verið í
félagslífi s.l. ár og þátttaka
góð í þeim dagskrám, sem
fram hafa farið.
Er þar fyrst til að nefna, að
margir brugðu sér í betri
skóna og fóru í fjögurra
kvölda disco-danskennslu er
fórfram að Laugavegi 77, í sal
starfsmannafélagsins.
Snyrtivörukynning var hald-
in í matsal Aðalbanka, og var
endurtekin þrívegis, enda
áhugi kvenna mikill, en eng-
inn karlmaður lét sjá sig.
Að kveldi 24. júní var farið
í Jónsmessunæturferð með
Útivist suður á Höskuldarvelli
og gengið á Oddafell um lág-
nættið. Árleg sumarferð var
farin 6. júlí og haldið í Þórs-
mörkina, sem er alltaf jafn
vinsæl. Lagt var upp frá
Laugavegi 77 á föstudags-
kveldi í tveim rútum og kom-
ið til baka seinnipart sunnu-
dags eftir fjöruga ferð og hag-
stætt veður.
Vor- og haustgleði voru
haldnar að venju. Vorgleðin
var haldin að Laugavegi 77,
var húsfyllir og mikið fjör.
Haustgleðin var haldin í ný-
innréttuðum matsal Aðal-
banka og þurfti að endurtaka
hana vegna mikillar aðsóknar
og var fullt hús í bæði skiptin
og mikil og góð stemmning í
mannskapnum. Og ekki brást
matargerðarlistin frekar en
endranær hjá kokkunum okk-
ar þeim Sigurjóni og Halldóri,
og eiga þeir mikið hrós skilið
fyrir framlag til þessara
skemmtana.
Leikhúsferð var fyrsta nóv.
Var farið í Iðnó að sjá leikrit-
ið ,,Er þetta ekki mitt líf“, og
fóru um 100 manns að sjá
það.
25. nóv. er áætlað að halda
síðdegisskemmtun í matsal
Aðalbanka og bjóða þangað
sérstaklega eftirlaunaþegum
Eftirl.sjóðs Landsbanka og
Seðlabanka. Verður þar ýmis-
legt til skemmtunar.
30. nóv. verður árleg jóla-
gleði haldin að Hótel Sögu, og
jólatrésskemmtanir fyrir börn
starfsmanna verða haldnar að
venju um hátíðarnar.
Frá Skákfélagi Landsbankans
Starfsemi Skákfélags Lands-
bankans hófst eftir áramótin
með hraðskákkeppni við
læknalið Landsspítalans.
Læknalið þetta hefur undan-
farin ár vakið athygli fyrir
BANKABLAÐIÐ 49