Bankablaðið - 01.12.1979, Side 68

Bankablaðið - 01.12.1979, Side 68
Guðrún Svavarsdóttir, deildarstjóri, Nesveg, Seltjn., útibú. Súsanna Sigurðardóttir, fulltrúi, Álfheimar útibú. Frá Starfsmannafélagi Búnaöarbanka íslands Aðalfundur Starfsmannafé- lags Búnaðarbanka íslands var haldinn í Aðalbanka 19. febr. 1979. Fundarstjóri var Halldór Ólafsson og fundarrit- ari Gísli Helgason. Skýrslur voru fluttar og reikningar fé- lagsins lesnir upp. Böðvar Magnússon, sem gegnt hefurformannsstöðu fé- lagsins undanfarin ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en í hans stað var kosin Dóra Ingvarsdóttir, starfsmaður í Skipulagsd. bankans. Auk Böðvars hættu í stjórn Ólöf Magnúsdóttir og Gísli Helga- son, en í þeirra stað voru kosnar þær Guðný Ottesen og Anna María Bragadóttir. Fljótlega eftir aðalfund fé- lagsins kom hin nýkjörna stjórn saman og skipti með sér verkum. Stjórnin er þannig skipuð: Dóra Ingvarsdóttir, formaður, Theodóra Thoroddsen, var- formaður, Guðný Ottesen gjaldkeri, Jóhann B. Garðarsson ritari, Anna M. Bragadóttir, meðstj. Fyrsta meiriháttar málið, sem stjórnin þurfti að glíma við, var svokallað opnunar- mál, þar sem fyrirhugað var að breyta opnunartíma bank- anna 1. apríl og 1. sept. 1979. Haldinn var fjölmennur fé- lagsfundur vegna máls þessa 14. marz, þar sem fundurinn ályktaði um málið. i ályktun fundarins kom meðal annars fram að Starfsmannafélag Búnaðarbankans harmaði hve tillögur þessar voru lagðar fram með stuttum fyrirvara og hve lítið samráð hafði verið haft við stjórn félagsins og starfsfólk bankans. Breyting þessi á opnunartíma bank- anna hefur gengið rólega og vel fyrir sig í Búnaðarbankan- um og erfólk smám saman að aðlaga sig breyttum af- greiðslutíma. Árshátíð félagsins var hald- in 24. marz að Hótel Borg og sóttu hana yfir 300 manns. Starfsmenn úr nær öllum úti- búum bankans sóttu hátíð þessa og var sérstaklega ánægjulegt hve margir utan af landsbyggðinni sáu sér fært að koma. Félaginu barst höfðingleg gjöf frá stjórn bankans í til- efni af 50 ára starfsafmæli bankans á næsta ári. Gjöf þessi voru tvö sumarhús upp- komin á þeim stöðum sem fé- lagið vildi reisa þá, auk alls innbús. Einnig fylgdi gjafa- bréfi þessu 5 milj. kr. í náms- sjóð félagsins, sem hefur und- anfarin ár átt í erfiðleikum við að standa við skuldbindingar sínar. Stjórn félagsins þakk- ar stjórn bankans þessa höfð- inglegu gjöf, sem mun koma sér vel í framtíðinni, þar sem félagsmenn geta notið hvíldar og hressingar í sumarhúsum þessum. Hús þessi voru reist í sum- ar, annað vestur á Snæfells- nesi, þar sem félagið á ann- an bústað fyrir, en hinn aust- ur í Þjórsárdal, þar sem fé- lagið á einn góðan bústað ásamt tveim hjólhýsum. Stjórnin ákvað að selja hjól- hýsin og reisa einn bústað til í Þjórsárdal og nú á félagið þrjá góða bústaði fyrir austan og tvo fyrir vestan. Dagana 24.—25. júní var farin hin árlega sumarferð bankans og í þetta sinn var haldið til Vestmannaeyja. Ferðin gekk í alla staði vel enda sólskin og besta veður þessa helgi. Skemmtinefndin hefur hald- ið uppi líflegu félagsstarfi og hafa spilakvöld nefndarinnar verið mjög vinsæl. Nokkrir dansleikir hafa verið haldnir á árinu og þeir sæmilega sóttir. Skáklið bankans hefur held- ur ekki slegið slöku við. Skák- menn brugðu sér til Akureyr- ar, urðu nr. 2 í firmakeppni fyrirtækja og höfnuðu í 1. sæti á nýafstöðnu móti hjá Flug- leiðum. Stærsta afrek skák- sveitarinnar á árinu var tví- mælalaust keppni í Maraþon- hraðskákkeppni er 9 Búnað- bankamenn auk Reykjavíkur- meistara í skák 1979, Ásgeirs Þ. Árnasonar, hófu keppni kl. 18.00 föstud. 6. apríl og tefldu til kl. 19.00 laugardaginn 7. apríl eða í 25 tíma alls. Tefld- ar voru 142 umferðir og var röð efstu manna þessi: 52 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.