Bankablaðið - 01.12.1979, Page 70

Bankablaðið - 01.12.1979, Page 70
endaðan júní féll niður í ár vegna óviðráðanlegra orsaka, en ferðanefnd mun taka málið föstum tökum þannig að þetta kemur ekki fyrir aftur. Árshátíð starfsmannafélags- ins var haldin með miklum glæsibrag 17. nóvember sl. í Lækjarhvammi á Hótel Sögu og var metaðsókn, þannig að með þessu áframhaldi þurfum við fljótlega á stærri sal að halda. Allir skemmtu sér kon- unglega, og eru strax farnir að hlakka til næstu árshátíð- ar. Á síðasta ári var í fyrsta sinn í sögu bankans haldið jólaball fyrir börn starfsmanna með tilheyrandi jólasveinum og gjöfum. Tókst það svo vel að þetta verður örugglega ár- legur viðburður héðan í frá. Starfsfólk bankans hefur aðlagað sig að breyttum vinnutíma og ber ekki á neinni óánægju, enda allir af vilja gerðir. Við stefnum síðan að því að efla félagslíf hjá okkur enn betur, og viðhalda þeim góða anda sem er í Samvinnubank- anum. Frá Starfsmannafélagi Iðnaðarbankans Aðalfundur Starfsmannafé- lags Iðnaðarbankans var hald- inn í byrjun mars s.l. Þá gengu úr stjórn gjaldkeri og ritari en formaður félagsins Ægir E. Hafberg var endur- kosinn, einnig var endurkos- inn varaformaður félagsins, Ragnar Önunarson, í starf gjaldkera var kosinn Albert Sveinsson og ritara Margrét Hjaltested. Síðasta starfsár hjá starfs- mannafélaginu var í megin- dráttum líkt og fyrri starfsár. Reynt var að halda uppi yfir veturinn hinni hefðbundnu félagsstarfsemi eins og jóla- balli, félagsvist, vor- og haust- fagnaði og fleiri samkomum eftir aðstæðum hverju sinni. í sumar var tekin upp sú ný- breytni að fara dagsferð með börn og barnabörn starfs- manna og heppnaðist sú ferð vel. Hjá okkur starfar ekki sér- stök skemmtinefnd, heldur til- nefnir aðalstjórn félagsins hóp hverju sinn til að sjá um hverja einstaka skemmtun og hafa útibú bankans hvert um sig séð um einstakar skemmt- anir. Þátttaka í félagsstarf- semi hjá okkur er mjög mis- jöfn eftir eðli skemmtunarinn- ar, en yfirleitt er þátttaka all góð. Ýmiss mál er varða hags- muni starfsmanna komu upp og ber þar sennilega hæst breyttan opnunartíma bank- anna. Ólíkt starfsfólki ríkis- bankanna þá fögnuðu flestir starfsmenn Iðnaðarbankans þessari breytingu því starfs- fólk flestra útibúa bankans vann áður til klukkan 18.30, eða lengur, þannig að þessi breyting hafði það í för með sér að þetta starfsfólk vinnur nú á hinum hefðbundna dag- vinnutíma, þ.e. frá 9:00 til 17:00. Um upphaflega ákvarðana- töku og „svokallað samráð“ varðandi þessa breytingu harmaði stjórn starfsmanna- félagsins að ekki skyldi vera haft samráð við starfsfólk fyrr en búið var raunverulega að ákveða framkvæmd breyting- arinnar. Af orlofshúsamálum er það helst að frétta, að starfsmannafélagið átti þrjá bústaði að Húsafelli í Borgar- firði sem starfsmenn byggðu sjálfir á árunum 1976—78. í haust keyptum við helming í bústað á móti öðrum að III- ugastöðum í Fnjóskadal og er búið að selja einn af bústöð- unum að Húsafelli til að fjár- magna þau kaup. í sumar voru húsin mjög vel nýtt og hefur nýting þeirra aukist ár frá ári og er það vel. Enn er margt ógert við að snyrta umhverfi húsanna og er hugmyndin að gera það næsta sumar. Þrátt fyrir verulega stækk- un bankans, hefur starfsfólki hans lítið fjölgað og stafar það aðallega af aukinni tölvu- notkun og innri skipulags- breytingum. Um þau mál sem framund- an eru ber væntanlega kjara- samninga hæst og þá helst launaliðir samninganna. Tví- mælalaust verða það erfiðir samningar miðað við núver- andi ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar, mjög mikilvægt er nú fyrir bankafólk að sýna sterka samstöðu og standa þétt saman við bak forystu- manna sinna og styrkja þá í þeim erfiðu samningum sem framundan eru. Takist það ættum við að ná þeim þestu samningum sem aðstæður í þjóðfélaginu leyfa. 54 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.