Bankablaðið - 01.12.1979, Side 72
unni með þátttöku Þjóðhags-
stofnunar. Félagið hefur tekið
sal á leigu í Austurbæjar-
skóla, þar sem keppt er í
blaki á hverjum fimmtudegi
undir frábærri handleiðslu
Sigfúsar Jónssonar. Þessu til
viðbótar geta menn mætt í
körfubolta með stjórnarráðs-
mönnum, kennurum o.fl. í sal
Kennaraháskólans. Margir
nýta sér þessa möguleika, og
í heild má segja, að allir noti
einhvern þessara möguleika
sem boðið er upp á.
Það hefur tíðkast að fara í
eina hópferð á hverju sumri.
Til dæmis var farið norður á
Strandir 1978. Þetta féll þó
niður í ár, af ýmsum ástæðum,
þ. á m. þeirri, að starf manna
er oft fólgið í ferðalögum. Var
þá tekin upp sú nýbreytni, að
fara í dagslangar gönguferð-
ir. Hefur ein slík ferð verið
farin, á Hengil, og fleiri eru
fyrirhugaðar.
Starfsmannafélagið gaf út
blað á árinu. Það er ekki bein-
línis frétta- eða skemmtiblað,
heldur ætlað til að koma því
efni til skila, sem óhentugt er
með öðrum hætti. Verður
þeirri útgáfu haldið áfram, eft-
ir því sem þurfa þykir.
í haust var komið á fót 3ja
manna fræðslunefnd, sem á
að annast söfnun og miðlun
upplýsinga um hentug náms-
tækifæri, en það hefur verið
tekið vel upp af ráðamönn-
um okkar, að menn auki við
þekkingu sína.
Fulltrúar félagsins tóku þátt
í starfsemi SÍB á banka-
mannaþingi og kjaramálaráð-
56 BANKABLAÐIÐ
stefnu SÍB, og væntum við
góðs af samstarfinu í fram-
tíðinni.
Frá Félagi starfsmanna
Alþýðubankans
Aðalfundur Félags starfs-
manna Alþýðubankans h.f. var
haldinn 9. mars s.l. Var lögum
félagsins breytt lítilsháttar til
samræmis nýjum lögum SÍB,
sem stéttarfélags allra bank-
anna. Jóna Þ. Vernharðsdóttir
lét af störfum formanns en við
tók Erlingur A. Jónsson. Birna
Þórðardóttir var kosin gjald-
keri og Sigurður Þórðarson
ritari. Til vara voru kosnar
Jóna Þ. Vernharðsdóttir og
Ingibjörg Guðjónsdóttir.
í skemmtinefnd voru kosnar
þærÁslaug Pétursdóttir, Guð-
rún Jacobsen og Ragnheiður
Haraldsdóttir.
Félagslíf innan Alþýðu-
bankans virðist fastmótað.
Árshátíð og sumarfagnaður
ber þar hæst. Þegar þetta er
ritað er árshátíð á næstunni
og er þátttaka með eindæm-
um góð.
Sumarbústaðurinn á Þing-
völlum nýtur jafn mikilla vin-
sælda og áður. Þrátt fyrir
ódýrar sólarlandaferðir var
fullbókað í bústaðnum allar
vikur sumarsins.
í bankanum er aðstaða til
að leika borðtennis. Hefur
áhugi manna fyrir þeirri íþrótt
færst í aukana. Er útlit fyrir að
bankinn muni loks ná lang-
þráðu takmarki, þ.e. að geta
státað af bikar í safni sínu.
Bankinn hefur og er að færa
út kvíarnar. Um páskana var
öllu ryki þyrlað í burtu og
víxladeildin ásamt verðbréfum
horfir nú upp Laugaveginn í
stað þess að horfa beint út.