Bankablaðið - 01.12.1979, Síða 78
Helstu nýmæli i kröfugerð
SÍB og samanburður vlð
gamla samnlnginn
MánaSarlaun
í kröfugerðinni er settur upp launastigi, sem sýnir hlut-
föll milli einstakra flokka, samkvæmt þeirri kröfu að
launaflokkar verði 14 í stað 12. Þessi latinastigi sýnir þó
þó ekki endanlcgar grunnkaupskröfur SÍB. þar sem þær
verða lagðar fram síðar.
Sömu sögu er að segja um prósentuhækkanir á samnings-
tfmanum. Kröfur um þær verða lagðar fram síðar.
í grein 1.1.5. B-lið er gert ráð fyrir að við ákvörðun starfs-
aldurs skuli ekki cingöngu tckið fullt tillit til skrifstofu-
starfa hjá ríki og sveitarfélögum eins og verið hefur,
heldur einnig hjá öðrum aðilum.
í grein 1.1.6. til 1.1.8. er krafist aukinna starfsaldurs-
hækkana. Krafa er um Iaun ekki lægri en skv. flokki
7.3. eftir 4 ára starf, f stað 6.3. eftir 5 ára starf. Ennfremur
er krafist eins þreps hækkunar um hver áramót upp í 8.3.
í stað 7.3 í gamla samningnum. Loks er krafist 5% álags
á laun eftir 5 ára starf, 7% álags eftir 10 ára starf og 9%
álags eftir 15 ára starf. í gamla samningnum er ákvæði
um 5% álag eftir 10 ára starf og 6% álag eftir 15 ára
starf.
f grein 1.1.8. er einnig krafa um að starfsmenn með há-
skólapróf, eða liliðstæð próf, skuli fá meðalnámstíma met-
inn við álagsgreiðslur, þannig að 1 ár í námi jafngildi einu
starfsári. llm jretta var ekkert ákvæði í gömlu samningun-
um.
f grein 1.1.11. er krafist þess, að „13. mánuðurinn" verði
mi tekinn inn f kjarasamninga, sem ekki hefur verið áður.
Verðlagsbstur
Krafist cr verðlagsuppbótar á öll laun eftir óskertri fram-
færsluvísitölu, sem kauplagsnefnd reikni mánaðarlega, frá
1. október 1979 og gildi við ákvörðun verðlagsuppbótar á
laun frá byrjun næsta mánaðar, eftir að hún er rciknuð.
Áður liafa verið ákvæði um verðbótahækkun á þriggja
mánaða tímabili.
Yfirvinna
Krafist er hækkunar á tímakaupi í yfirvinnu; það verði
nú 2% af mánaðarlaunum f stað 1%.
Álagsgreiðslur. Vaktaálag
Krafist er, að vaktaálag verði 40% af dagvinnukaupi mið-
að við launaþrep viðkomandi starfsmanns á tfmabilinu
klukkan 17.00 til 09.00 og 90% á stórhátíðardögum. í gamla
samningnum er vaktaálag 33.33% af dagvinnukaupi í 7.
flokki 2. þrepi á tfmabilinu frá klukkan 17.00 lil 24.00,
45% frá klukkan 24.00 til 09.00 og 90% á stórhátíðum.
Röðun starfsheita í launaflokka
Launaskalinn hefur þjappast mikið saman á undanförn-
um árum af ýmsum ástæðum og því þykir nauðsynlegt að
lengja hann um tvo flokka. Helstu nýmæli um röðun í
Iaunaflokka eru sem hér segir:
Sendlar: f 1.—3. flokki í stað 1.—2.
Aðstoðarfólk: í 4. flokk f stað 3.
Almenn bankastörf: 5. flokkur f stað 4.
Bankaritarar: 6. til 8. flokkur í stað 5. til 7.
Gagnaritarar: 6.-8. flokkur í stað 5.-7.
Gjaldkerar: 6.-9. flokkur í stað 5.-8.
Verðir: 6.-8. flokkur í stað 5.-7.
Aðstoðarfulltrúar: 9. flokkur í stað 8.
Einkaritarar: 9. og 10. f stað 8. og 9.
Fulltrúar: 10. f stað 9.
Féhirðar: 10.-12. f stað 9.-10.
Sérfrœðingar: 10—13. í stað 9.—11.
Deildarstjórar: 11.—12. í stað 10.
Skrifstofustjórar: 11.—13. í stað 10. og 11.
Forstöðumenn: 13. og 14. í stað II. og 12.
Útibússtjórar: 13. og 14. í stað 12.
Embcettismenn: 14. í stað 12.
Almennur vinnutími
Krafist er 37.5 stunda vinnuviku, það er 1\/2 klukku-
stunda daglegs vinnutfma, 5 daga vikunnar, mánudaga til
föstudaga.
Dagvinna
í kröfugerðinni segir, að heimilt sé að haga vinnudegi
með öðruin hætti en segi f 2.1.1. og 2.2.1. með samkomu
lagi við hlutaðeigandi starfsmenn og stjórn starfsmanna-
félags. í gamla samkomulaginu er talað um samráð.
í kröfugerðinni er fellt út ákvæði 2.2.2. gömlu samn-
inganna, þar sem segir, að starfsmaður skuli ljúka vcnju-
legum daglegum verkefnum þó það taki lengri tíma en
hinn tilgreinda dagvinnutíma. Þá er krafa um að launa-
62 BANKABLAÐIÐ