Bankablaðið - 01.12.1979, Page 79

Bankablaðið - 01.12.1979, Page 79
hlutfall starfsmanna sem vinna hluta úr degi verði 53%, sc unnið á tímabilinu fr<1 klukkan 09.00 til 13.00, og 13.00 til 17.00, og annað hlutastarf innan dagvinnumarka taki mið af því. í gömhi samningunum voru þessi hlut- föll 50%. Yfirvinna í kaflanuin um yfirvinnu í kröfugerðinni segir: „Sé unn- ið fram yfir venjulegan vinnutíma skal greiða yfirvinnu- kaup '. Þarna er fellt út það ákvæði gömlu samninganna, að vinna skuli dagleg verkefni án greiðslu, þótt komið sé fram yfir venjulegan vinnutíma, og einnig er fellt út að ákvörðun sé tckin um það hverju sinni. Samkvæmt þessu skal undantekningarlaust greiða yfirvinnukaup, sé unnið fram yfir venjulegan vinnutíma. Útkall Krafa er um yfirvinnukaup í 4 klukkustundir þegar um útkall er að ræða, sem ekki er í beinu framhaldi af vinnu, í stað 3 klukkustunda og krafist er 6 klukkustunda á helgum og frfdögum í stað 5. Þetta er háð þvi að reglu- legur vinnutími hefjist ekki innan 4 eða 6 klukkustunda, frá því starfsmaður fór í vinnu, í stað 3 eða 5 kltikku- stunda í gamla samningnum. Vaktavinna í grein 2.6.4. í kröfugerðinni er krafist 8 klukkustunda yfirvinnulauna sé varðskrá breytt vegna sérstakra ástæðna með minna en eins sólarhrings fyrirvara, í stað 2ja klukku- stunda yfirvinnu samkvæmt gömlu samningunum. í grein 2.6.5. eru gæslumenn ekki undanþegnir ákvæði tim að óheimilt sé að skipulcggja vaktir á laugardögum, sunnudögum og öðrum frídögum, nema með sérstöku sam- komulagi við viðkomandi starfsmannafélag og/eða SÍB. í grein 2.6.7. er krafist, að vakt, sem unnin er til upp- fyllingar vikulegri vinnuskyldu skuli vera 60 mfnútum lengri en raunverulegri viðveru nam, vegna takmörkun- ar á matar- og kaffitíma. 1 gömlu samningunum var þessi tími 25 mínútur. I grein 2.6.9. er krafa tim að við 50 ára aldur geti vakta- vinnumenn fellt niður næturvaktir og verið undanþegnir gæsluvöktum. Krafa er um 30 mínútna greiddan samverutíina við hver vaktaskipti, en nú eru greiddar 15 mínútur á þrískiptum vöktum. Þá er krafa um 10 mínútna hvíld á hverri klukkustund fyrir starfsmann við skráningartæki eða símavörslu, eða að vinnuskylda styttist um jafnlangan tíma, verði hvíld ekki komið við. Hlutastarf Krafa er um að rétt til fastráðningar miðað við 44% starfs á mánuði i stað 50% starfs samkvæmt gömlu samn- ingunum. Matur og kaffi Krafa er um 30 mínútna kaffihlé á tímabilinu frá klukk- an 14.30 til 16.00. í gömlu samningunum er ákvæði um 20 mínútna kaffihlé síðdegis og er tíminn ekki nánar skil- greindur. Ekki er í kröfugerðinni gert ráð fyrir heimild til að lengja, stytla cða fella niður kaffi eða matartíma með sam- konnilagi, eins og í gömlu samningunum. í grein 3.2.2. er krafist eins kaffitíma til viðbótar í yfir- vinnu eða á aukavakt, það er klukkan 17.00 lil 17.20. Orlof Krafa er um að laugardagar teljist ekki í orlofi. Krafist er 27 orlofsdaga fyrir starfsmenn, sem starfað liafa í 8 ár, eða cru orðnir 35 ára. Þá verði orlof 30 dagar eftir 12 ára starf eða 45 ára aldur. Samkvæmt gamla samningnum fengust 27 orlofsdagar eftir 10 ár eða 35 ára aldur og 30 dagar eftir 15 ár og 50 ára aldur. Orlofsfé og orlofsframlag Krafist er 9.7% orlofsfjár á yfirvinnu við 8 ára starfs- aldur í stað 10 ára samkvæmt gömlu samningunum og 11,11% orlofsfjár við 12 ára starfsaldur eða 45 ára aldur, í stað 15 ára starfsaldurs og 50 ára aldurs samkvæmt gömlti samningunum. Þá cr farið frant á að orlofsframlag verði miðað við launaflokk 9.3 1 stað 8.2. Sumarorlofstimi Krafist er orlofstíma frá 1. júní lil 31. ágúst, í stað þess að í gömlu samningunum er orlofstími „að jafnaði frá 1. júní til 30. september." Jafnframt er þess krafist að starfsmenn sem nota orlofs- tíma eða liluta hans, frá 1. september til 31. maí, fái hann lengdan um \/ hluta. Áður var miðað við 1. október til 31. maí. 1 gömlu samningunum segir, að orlof megi aðeins geyma milli ára, með sérstöku samkomulagi við starfsmannastjóra. .\ú er þess krafist, að auki, að heimilt sé að fresta viku af orlofi ár livert í 4 ár og taka 4 vikna orlof aukalega fimmta árið. Þá er krafa unt launalaust leyfi þar til full- um orlofstíma er náð, fyrir þá sem ckki fá fullt orlof. Tryggingar Krafist er líf- og slysatrygginga allan sólarhringinn í stað slysatrygginga eingöngu vegna dattða og örorku, og krafa er um hækkun bóta. Veikindi Krafist er fleiri veikindadaga fyrir þá sem liafa 8 ára starfsaldur, eða fjögurra mánaða á fullum launum og fjögurra mánaða á hálfum. Fyrir þá sem starfað hafa í 12 ár er krafist sex mánaða á fullum launum og sex mánaða á hálfum og 12 mánaða óskertra launa fyrir þá sem hafa BANKABLAÐIÐ 63

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.