Bankablaðið - 01.12.1979, Side 80
17 ára starfsaldur. í gömlu samningunum var starfsaldurs-
viðmiðun í þessum tilvikum 10, 15 og 20 ár.
Að auki er þess krafist, að starfsmaður njóti óskerts
orlofsframlags þó svo að laun skerðist vegna veikinda.
Loks er þess krafist, að geti starfsmaður ekki sótt vinnu
vegna veikinda á heimili sínu, teljisl það lögmæt forföll.
Barnsburðarfrí
Krafist er barnsburðarleyfis fyrir konu í 3 mánuði á
fullum launum, eða í 6 mánuði á hálfum launum. í gömlu
samningunum er kveðið á um barnsburðarleyfi fastráðinn-
ar konu í 3 mánuði.
Ennfremur er nú krafisl 20 daga leyfis á fullum laun-
um fyrir karlmann, vegna barneignar eiginkonu eða sam-
býliskonu.
Samskonar réttur og hér er talinn að ofan fylgi, ef starfs-
maður tekur kjörbarn.
Afleysingar
í grein 9.1.1. er þess krafist, að „starfsmaður sem lcysir
af yfirmann eða annan starfsmann, sem er hærra laun-
aður, skal taka laun þess sem hann leysir af þann tíma,
sem fjarveran varir. Ekki er skylt að greiða starfsmanni
sérstaklega fyrir afleysingar, nema fjarvera þess sem leysa
á af nemi að minnsla kosti 5 dögum."
í gömlu samningunum var kveðið á um að starfsmaður
eigi rétt á latinum samkvæmt launajlokki þess sem leystur
er af „gegni hann starfi yfirmanns lengur en 5 vikur sam-
fleytt, eða 7 vikur á hverjum 12 mánuðum, eiula sé tekin
um það ákvörðun hverju sinni."
Fullorðinsfræðsla
Krafist er, að fulltrúum SÍB í stjórn Bankamannaskól-
ans verði fjölgað í 3.
Námsleyfi, launalaust leyfi
Krafist er réttar til tveggja mánaða leyfis á fullum laun-
um eftir 5 ára starf, til framhaldsnáms er nýtist í starfi.
Heimilt sé að fara fram á slíkt leyfi á sex ára fresti. Sé
leyfi fyrst tekið eftir 10 ár, skuli það vera 3 mánuðir.
Ferða- og dvalarkostnaður skuli greiddur af bankanutn.
l>á skuli starfsmanni gefinn kostur á allt að 12 mánaða
launalausu leyfi eftir 5 ára starf.
Námsleyfi var ekki nefnt i gömlu samningunum, en þar
var ákvæði um fi mánaða launalaust leyfi eftir 5 ára starf.
Endurhæfing
í kröfugerðinni er tekið upp ákvæði um eiulurhæfingu:
„Starfsmaður skal ciga rétt á menntun og starfsþjálfun
(endurhæfingu), ef hann einhverra hluta vcgna getur
ekki stundað fyrri störf, sem krefjast sérstakrar menntun-
ar eða starfsþjálfunár". Starfsmaður haldi fullum laun-
um meðan menntunarstarf stendur yfir. Sömu reglur gildi,
ef störf eru lögð niður.
Reynslutími, fastráðning og uppsagnarfrestur
Krafa er um, að reynslutími verði styttur úr 6 mánuð-
um í 3 mánuði, og starfsmaður njóti eftir Jtriggja mánaða
starf réttarstöðu fastráðins starfsmanns.
Opnunartimi
Krafa er um skýlaus ákvæði um opnunartímann. Óheim-
ilt skuli að breyta opnunartíma, eða gera skipulagsbreyt-
ingar á störfum bankamanna, nema með samkomulagi við
viðkomandi starfsmannafélag og/eða SÍB. Viðkomandi
starfsmannafélag hafi neitunarvald. gagnvart slíkum breyt-
ingum. l>á er |>ess krafist, að samkomulag skuli gert við
starfsmenn og/eða viðkomandi starfsmannafélag um hvers
konar breytingar sem varða umhverfi og starfsaðstöðu á
vinnustað. Skylt sé að verða við óskurn starfsmanna, starfs-
mannafélaga eða trúnaðarráðs um viðræður um lagfær-
ingar eða breytingar á umhverfi á vinnustað og starfsað-
stöðu. í gömlu samningunum segir einungis um þessi atr-
iði: „Hafa skal sarnráð við viðkomandi starfsmannafélag
um meiri háttar breytingar á skipulagi, opnunartíma, um-
hverfi og starfsaðstöðu."
Starfsreglur
Krafa er um, að samninganefndir komi sér saman um
samræmdar starfsreglur fyrir starfsmenn bankanna og skuli
J>ví lokið fyrir 1. júlí 1980. Ágreiningsefnum sé unnt að
skjóta til gerðardóms.
í gömlu samningunum segir að bankarnir geti hver fyrir
sig sett nánari starfsreglur fyrir starfsmenn sína og skuli
samræma þær. Leita skuli umsagnar stjórnar SÍB áður en
þær taki gildi.
Orlofsheimilasjóður, fræðslusjóður
Krafa er um framlag banka til orlofsheimilasjóðs við-
komandi starfsmannafélags, sem nemi að minnsta kosti
0,5% af föstum lauinim starfsmanna. Þá er krafa um 0,1%
framlag banka í fræðslusjóð SÍB, sem verja skuli m.a. til
fræðslustarfsemi trúnaðarmanna og annarrar fræðslu um
kjaramál o.fl.
Endurskoðun
í kröfugerðinni er gert ráð fyrir að verði gerðar breyt-
ingar á umsaminni vísitölutryggingu launa frá því sem
samningarnir geri ráð fyrir, sé liægt að krefjast endur-
skoðunar á kaupliðum samninganna. Náist ekki santkomu-
lag innan 30 daga geti SÍB bcitt vinnustöðvun. í gömlu
samningunum er ákvæði um úrlausn gerðardóms.
64 BANKABLAÐIÐ