Bankablaðið - 01.12.1979, Page 81

Bankablaðið - 01.12.1979, Page 81
Lauslegar hugmyndir um framtfðarskipan mennfunar- mála bankamanna Undanfarna mánuði hefur mikil umræða og vinna verið í gangi varðandi menntunarmál bankamanna innan skólanefndarinnar, innan fræðslunefndar SIB og innan samninganefnd- arinnar. Auk þess liafa almennir bankamenn sýnt þessum málum mikinn áhuga og notað ýmis tækifæri til að spyrjast fyrir um, livað í vændum sé. Þess vegna notar skólinn þetta tækifæri til að koma á framfæri við banka- menn ýmsum upplýsingum um skólastarfið nú (sjá grein á öðrum stað í blaðinu) og hugmynd- um um framtíðarskipan þessara mála, sem ræddar verða hér lauslega. Það skal tekið fram strax að ýmis atriði eru enn á algjöru umræðustigi, og ýmsar hugmynd- ir eru hér aðeins settar fram sem rnínar eigin, en ekki skólanefndarinnar, sem á eftir að ræða þær nánar og taka ákvarðanir um þær. Starfsþœttir skólans. í stórum dráttum mætti skipta starfi skólans í þrjá þætti eftir eðli þess og umfangi. Fyrst ber að nefna það sem minnst er í snið- um, Jr.e. frœðslu- og umrœðufundi, sem haldnir hafa verið og haldnir verða um einstök mál- efni, sem ofarlega eru á baugi í bankamálum hverju sinni. Sem dæmi nm slíka fundi mætti nefna fund um vaxtamálin, sem haldinn var í vor, um nýskipan gjaldeyrismála, sem er nú á döfinni, og verður væntanlega tekin á fundi, þegar styttist í að hinar nýju reglur tagi gildi, og loks breytingu á gjaldmiðlinum, þegar að því kemur. Árlega væri hægt að hugsa sér að haldnir yrðu þrír eða fjórir slíkir kvöldfundir. Næst skal nefna sérnámskeið eða námstefn- ur um afmörkuð tæknileg bankamálefni ætluð Þorsteinn Magm'isson, sltólastjóri. ákveðnum hópi rnanna, sem starfar við svipuð störf. Hvert námskeið er um 20 stundir, og gefur eitt sér engin réttindi, en hugsanlegt er að ákveðinn fjöldi slíkra námskeiða hefði eitt- hvert gildi, t.d. í framhaldsnáminu. Sérnám- skeiðin eru annað hvort æluð almennum bankamönnum, s. s. riturum, gjaldkerum, tölvufólki, sparisjóðsfólki eða húsvörðum, eða þau eru ætluð stjórnendum, deildarstjórum eða útibústjórum og þá um stjómun eða slík málefni. Flest sérnámskeiðanna verða fastur liður á kennsluskrá skólans í framtíðinni, og þau end- urtekin ár eftir ár, og sum jafnvel tvítekin ár- lega. Á rneðan verið er að skipuleggja náms- efni, útbúa námsgögn og finna kennslukrafta fyrir þessi námskeið eru þau nokkuð fyrirferð- BANKABLAÐIÐ 65

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.