Bankablaðið - 01.12.1979, Page 84
Síðasta ndmsstigið mundi vera eins konar
sérfræðinám í hátæknilegum bankafræðum,
t. d. tölvufræðum, endurskoðun, ákveðnum
þáttum lögfræði eða hagfræði eða í einhverj-
um hliðum stjórnvísinda. Þetta yrði eins kon-
ar framhald af háskólanáminu, og yrði styttra
nám og helst í tengslum við erlenda banka-
skóla eða háskóla. Þeir bankamenn, sem lokið
liafa háskólastigi bankanámsins eða sem hafa
verið ráðnir með háskólapróf inn í bankana,
mundu jrá í samráði við Bankamannaskólann
og banka sinn velja sér ákveðnar greinar eða
námskeið hjá ákveðnum erlendum stofnunum,
og vera sendir á kostnað skólans eða banka síns
Jaangað í einn til jrrjá mánuði. Hér yrði varla
um stóran hóp manna að ræða, kannski 4 til
6 á ári, en þeir yrðu sérfræðingar bankanna í
ákveðnum greinum, og um leið ráðunautar
skólans um ákveðnar kennslugreinar og sér-
námskeið.
Þetta síðasta stig yrði unnt að skipuleggja og
setja í gang, þó hin stigin yrðu ekki búin að
ganga í gegn, því að þegar er töluverður fjöldi
háskólamanna starfandi við bankana, sennilega
ekki færri en 50 manns.. Með því að senda 5
menn á ári í slíkt nám, tæki það tíu ár að fara
eina urnferð.
Niðurlag^.
Það sem stefnt er að, er að koma upp námi
og námskeiðum fyrir alla bankamenn, af hvaða
uppruna, menntun eða reynslustigi sem Jaeir
eru. Þegar fram líða stundir mundi verða til
innan bankanna nokkuð stór hópur manna
með breiða almenna viðskiptaþekkingu, og
bankamir mundu geta valið í ábyrgðarstöður
úr stöðugt vaxandi hópi hæfra manna. Banka-
mannastéttin mundi verða nokkuð fjölbreyti-
legri en nú er, hvað menntun snertir. Hingað
til hefur fjölbreytileikinn aðallega verið fólg-
inn í starfstíma bankamanna og starfsreynslu,
en síður menntun þeirra og þekkingu á starfs-
grein sinni. Áhugasamir og dugandi banka-
menn mundu um leið fá möguleika á að vinna
sig áfram með öðrurn hætti en starfstímanum
einum saman.
Það er von okkar, sem að málum þessum
vinnum, að geta sem fyrst ákveðið einhvern
slíkan grófan ramma um framtíðarskipan
menntunarmála bankamanna, og geta svo fyllt
út í rammann á næstu árum eftir því sem ár-
gangarnir fara í gegnum neðri stigu námsins.
Það skortir ekki áhuga okkar til þessa verks né
heldur áhuga bankanna eða bankamanna, það
fer helst að skorta aðstöðu fyrir skólann, liús-
næði og starfslið.
Með samstæðu átaki og góðri samvinnu verð-
ur þessu brýna áhugamáli aðeins komið á.
Þetta er stórvirki, sem verður ekki unnið á
skömmum tíma nema með aðstoð og samvinnu
stórs hóps manna í bönkunum öllum. Hingað
til liefi ég ekki jmrft að ganga bónleiður til
búðar, þegar ég hefi leitað til manna um að-
stoð og samvinnu, og veit ég að sú verður
raunin á áfram, og því horfi ég björtum aug-
um fram á veginn.
Reykjavík, 16. nóvember 1979
Þorsteinn Magnússon.
68 BANKABLAÐIÐ