Jazzblaðið - 01.07.1948, Qupperneq 23

Jazzblaðið - 01.07.1948, Qupperneq 23
Hann lét lokið bara hvíla í keltunni, og ef hann þurfti að gera eitthvað við það, gat hann gert það. Það var allt og sumt. Það var ekki við minna að búast af svo alvar- lega þenkjandi trommuleikara. Los Angeles veðrið er vissulega ágætt. Haustkvöldin eru yfirleitt mild, svo það lýsti ekki mikilli líkamlegri hreysti þeirra herranna Jórdans og Marteins að þeir kvöld eftir kvöld sátu-undir herum Los Angeles himni á hak við Kattaklúbbinn. Það var ósköp notarlegt þarna. Ljósrák hallaðist út um gluggann fyrir ofan þá og varð' þeim til þæginda. í henni gátu þeir greint hvor annan og reykt sígarettur, ekki vindla, án þess að finna til þeirrar óvissu, sem maður hefur af því að reykja í niðamyrkri. Allt var sem sagt temprað þarna. Hvað þá snerti, reiddi þeim hetur af úti en þeir hefðu gert inni. Inni var loftið nógu sterkt til að svífa á meðalmenn, og dansinn — viðskiptavinirnir voru aðallega negrar svo- lítið blandaðir Mexikönum og Filippínum — var truflandi, heilmikil skemmtun út af fyri r sig. Eins og músik og dans eru í ffrundvallaratriðum óaðskiljanlegt, er það aðeins leikmaður, sem vill heldur dansa ®ftir en hlusta á verulega góðan jazz. Góð- ur jazz hefur svo mikið líf í sér, að hverj- um þeim, sem hefur yndi af músik, finnst það vera hreinasta svall að dansa eftir honum. Brandenbúrgarkonsertarnir eftir Back væri ágæt dansmúsik, en enginn dans- ar eftir þeim. Þeir eru of góð dansmúsik. Improviseringarnar hans Jeffa Vilhjálms °g hljómsveitar hans, voru ekki neinir Hrandenbúfgarkonsertar, en þær höfðu eitthvað sameiginlegt með þeim, einliverja hnitmiðaða, slípaða snilli. Smók og Rikki löbbuðu út að Katta- klúbhnum þrjú eða fjögur kvöld í viku, °g Gandi gaf Rikka eftir allt kvöldið. Þetta var líka allstífur gangur, það hlýtur að hafa verið ein míla og fjórðungur hvora leið, samtals tvær og hálf míla. Það var hægt að benda á Kattaklúbbinn, ef maður var sæmilega iæs og góður að gizka á, því að gestgjafinn hafði upphaf- iega látið stafa nafnið til skiptis með blá- um og rauðum ljósum yfir götugaflinn á húsinu, en síðan hafði eitt og annað orðið til þess að afmá suma þýðingarmestu staf- ina. Krakkar höfðu hnuplað sumum ljós- unum, eða kannski lögregluþjónar hafi sent nokkrar skammbyssukúlur í þau, þegar annað skotmark brást. Allmörg þeirra voru sem sagt slokknuð, eins og oft vill verða um ljós. En ef gestgjafinn kærði sig ekki um að halda stöfuninni óskertri, kærðu sig víst allir aðrir kollótta, þó að bláu og rauðu ljósin stöfuðu nokkuð eða ekkert. Það sem máli skipti fyrir einn og alla var, hvort Jeffi Vilhjálms var þar í essinu sínu. Fólk- ið kom til að dansa og ekkert stöðvaði það. Sumir komu til að hlusta, og þeir fengu sína umbun. Smók og Rikki komu til að læra, og þeir lentu þarna í hinum rétta skóla. Þeir lærðu svo vel stílinn hjá hljóm- sveit Jeffa, að þeir hefðu að réttu lagi átt að vera útnefndir heiðursmeðlimir. Stíllinn er virkilega þess verður að hans sé rækilega getið. Hljómsveit Jeffa lék ekki eftir nótum, enda þótt þeir gætu allir lesið nótur. Þeir höfðu tvenns konar stíl, nú þekktir scm Memphis stíll og New Orleans stíll. Munurinn er hér um bil sá sami og munurinn á tveim kjötréttum, í öðrum er kjöt, kartöflur og sósa framreitt bvert út af fyrir sig, í hinum er öllu hrært saman áður en það er borið á borðið. Memphis stíllinn er stundum kallaður „láttu til þín taka“, og New Orleans lætur alla leika samtímis. í Memphis er stefið hafið í fyrsta kór, og síðan gerir hver einstakur tilbrigði við það. Þetta fyrirkomulag hefur þann kost að hvetja til samkeppni í atvinnutón- list. Keppendunum óx sífellt metnaður og ægilegur spenningur, og Smók og Rikki hinir óhlutdrægu, ósýnilegu dómarar ætluðu alveg að kafna af geðshræringu. En hvernig þeir léku Memphisinn, var hreinasti barnaleikur í samanburði við New Orleans stílinn þeiri'a, því að þar tóku þeir á öllu, sem þeir áttu til. Hver einstakur fór sínu fram. Þeir náðu mjög flóknum kontrapúnkti, en ómögulegt var að segja, hvernig þeir fóru að því. Það var ekki af Framli. L:dLM 23

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.