Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 12
Jazzhljómleikar Jazzblaðsins Hér íer á eftir gagnrýni um hljómleikana, skrifuð af Jóni M. Árnasyni fyrir blaðið. Þeir, sem komu fram á hljómleikunum voru: Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Kristján, klari- net og baritón-saxófónn; Ólafur Pétursson, harmonika og tenór-saxófónn; Ólafur G. Þór- hallsson, guitar; Kristján Magnússon, píanó og Einar Jónsson trommur. Með hljómsveitinni léku þeir Trausti Thorberg guitarleikari og Einar B. Waage bassaleikari. — „Combo" Guð- mundar Vilbergssonar. Guðmundur, trompet; Magnús Randrup, tenór, Steinþór Steingrims- son, píanó; Hallur Símonarson bassi og Sveinn Jóhannsson trommur. — 3. Hljómsveit Péturs Jónssonar. Pétur, tenór-saxófónn; Ásgeir Sigurðsson, klarinet og altó; Jón Sveinsson, trompet; Haraldur Jósefsson, trommur og Sigurður Þ. Guðmundsson píanó. Með þeim léku Karl Lillien- dahl guitar og Hallur Símonarson bassi. — 4. Haukur Morthens söng með aðstoð Magnúsar Péturssonar pianóleikara og Jóns Sigurðssonar bassaleikara. — 5. Hljómsveit Bjöms R. Einars- sonar, Björn, trombón; Gunnar Ormslev, tenór; Jón Sigurðsson, trompet, Guðmundur R. Einarsson, trommur; Jón Sigurðsson, bassi; Magnús Pétursson, pianó; Guðmundur Finn- björnsson altó og Vilhjálmur Guðjónsson altó og klarinet. — 6. Kvartett Jan Morávek. Jan Morávek, klarinet; Eyþór Þorláksson, guitar; Baldur Kristjánsson, pianó og Pétur Urbancic bassi. — 7. Jam session: Ólafur Gaukur, Björn R., Gunnar Ormslev, Jón Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Kristján Magnússon og Guðmundur R. Einarsson. Það var afleitt veður þetta kvöld (10. apríl), norðan stormur og snjókoma, og hefur það kannske valdið nokkru um að húsið var ekki fullskipað. En það er bezt að geta þess strax, að innan dyra var óvenju kyrrt, og það svo að maður hlaut að sakna hins hressandi andblæs og hinnar frjálsu gleði, sem áður hefur oftast sett svip á jazzhljóm- leika i borginni. Þarna voru samankomnir okkar beztu jazzleikarar og boppuðu með hátíðlegri stillingu allflestir, flest var áferðar- fallegt og oft prýðilega leikið, en fátt minnti á húmor Gillespies eða leikandi fjör Parkers. Okkar menn virðast hafa leitað til hógværari manna, Shearings og hans líka, og ef til vill brezkra hálf- boppara, ef nota má það orð. Mér heyrð- ist þetta oft vera tilgerðarlegt og pen- píulegt, og náði hámarki í skrautsýn- ingu Moráveks-bandsins. Að öllu saman- lögðu skorti mikið á karlmennsku og þrótt, þó er kannski full djúpt 1 árinni tekið að tala um pjattaðar ungmeyjar. Hljómsveit K. K. byrjaði og Iék nokkr- ar snotrar útsetningar Óla Gauks, sem er orðinn furðu slyngur, en væri alveg óhætt að brúka meira krydd. Þá komu Guðmundur Vilbergsson, Randrup og félagar, og þar vantaði ekki vitamínin, og sannaðist hið fornkveðna, að kapp er bezt með forsjá. Nokkrir æskumenn léku tvö lagleg lög, þó tæplega frumleg, eftir Jón bassaleikara, og tókst vonum framar. — Björn R. og band báru af, einkum fyrsta lagið, Mummi var þó fullsterkur, og Ormslev hefði alveg ver- ið óhætt að labba þessi þrjú skref að míkrófóninum. Morávek-kvartettinn lék fágaða kammermúsík áreynzlulítið. — H. Morthens söng a la Eckstine af mik- illi kurteisi. Að lokum var jammað sam- Fravih. á bls. 19. 12 #a,zLUii

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.