Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 15

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 15
NN ER EKKI komin fram söngkona hér á landi, sem skákað hefur Sigrúnu Jóns- dóttur. Kann þetta að þykja nokkuð furðulegt, þegar tek- ið er tillit til þess, að íslendingar eru fádæma söngelsk þjóð. En athugi mað- ur málið frá annarri hlið, sem sé þeirri, að Sigrún er afburða söngkona, og þær, sem komið hafa fram síðan hún fór að syngja hafa staðið henni langt að baki. Vera má, að finna megi ótal galla á söng Sigrúnar, galla sem reynast réttmæt- ir, séðir frá hinni teknisku hlið söngs- ins. En það er oftast nær svo, þegar um dæguxdaga- eða jazzsöngkonur er að ræða, þá er eins og allir þessir gallar hvei'fi alveg fyrir hinu alli'a þýðingar- mesta í þessu sambandi; tilfinningu og rhythma. Sigrún fór ung að syngja. Þegar hún var í baniaskóla söng hún í barnakór, er Jóhann Tryggvason stjóniaði. Hún hélt áfram að syngja, er hún fór í gagn- fræðaskóla, og hún kom nokkrum sinn- um fram fyi'sta vetur sinn í skólanum með bekkjai'systur sinni. Næsta vetur byrjuðu þær að æfa saman fimm og fóru bi'átt að syngja á skólaskemmtun- um, og þar sem alltaf hefur vei’ið mikil þörf fyi'ir skemmtiki'afta hér, voru þær brátt farnar að syngja utan skólans og komu*víða fram á skemmtunum. Þær sem sungu í flokki þessum með Sigrúnu voru Inga Einarsdóttii', Margrét Hjai't- ar, Sólveig Jóhannsdóttir og Svava Vil- bergs. Þær urðu landsþekktar fyrir söng sinn, því að þær komu oft fi'am í útvai'pinu. „Öskubuskur" nefndu þær sig þessar fimm söngelsku stúlkur. —• Sigrún söng einsöng í möi’gum iögum þeirra og mátti þá sti'ax heyi’a, að hér var söngkona á ferðinni, sem vert var að taka eftir. Þennan fyrsta vetur kom hún samt hvergi fi'am með hljómsveit. Það var ekki fyrr en síðari hluta næsta veti’ai', 1947, sem hún kom fyi'st fram ein með hljómsveit. Söng hún með kvintett Gunnars Oi'mslev, er þá lék í mjólkurstöðinni. Sigrún var ákaflega taugaóstyrk fyrstu skiptin, en það lag- aðist brátt. En aldrei gat hún losnað við þennan ókost fyrir fullt og allt. — Alltaf var hún taugaóstyi'k, þegar hún átti að syngja, misjafnlega þó. En þeir, sem hlustuðu á Sigrúnu, tóku vai'la, ef þá nokkui'n tíma, eftir þessu. Hinn fallegi söngur hennar hrífur mann, og maður gleymir smáati'iðunum, hin mikla tilfinning Sigrúnar fyi'ir því, sem hún er að gei'a, hjálpar manni til þess. Ilún hefur koinið fram á dansleikj- um með flest öllum hljómsveitum bæj- arins, sungið í útvarpinu, komið frarn á skemmtunum og hljómleikum og alltaf hefur hún fengið góða dóma. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma séð neikvæða gagnrýni um söng Sigrúnar. Sigrún hefur hins vegar lítið sem ekkert komið fram undanfarið. Frá því að hún söng með hljómsveit Jan Morá- vek síðastliðið haust, hefur hún ekkert sungið og er leitt til þess að vita. En ástæðan fyrir þessu er vel afsakanleg, Sigrún er gift og á tvö börn, son og dótt- ur, sem að sjálfsögðu þurfa umönnun. Maður talar nú ekki um, ef þau ætla að gerast arftakar móður sinnar í sönglist- inni. En þangað til það verður, væri gaman, ef við fengjum að heyra Sig- rúnu syngja við og við. Því eins og vikið er að í upþhafi greinarinnar, er enn ekki komin fram söngkona hér á landi, sem stenzt henni snúning, og má mikið vera, ef hún kemur nokkurn tíma fram. Svavar Gests. \ $a*dUiÍ 15

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.