Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 21

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 21
þeir vilja ekki gerazt útsölumenn blaðs- ins. Útsölumenn, sem þegar eru komnir, eru þessir: Edvard Friðjónsson, Kirkjubraut 11, Akranesi; Daníel Oddsson, Kaupfélagi Borgfirðinga, Borgarnesi; Kristján Jónsson og Þórður Finnbjörnsson, Hrannargötu 1, ísafirði, Ágúst K. Sig- urlaugsson, Lundargötu 13b, Akureyri, Stefán Hjaltason, Húsavík, Jón S. Lund- berg, Nýjabæ, Neskaupstað, Haukur Gíslason, Miðstræti 5b, Vestmannaeyj- um; Hreinn Óskarsson, Hafnargötu 78, Keflavík; Ólafur Þórðarson, Vík, Mýr- dal; Ingi Ól. Guðmundsson, Vesturbraut 4, Hafnarfirði. Áskrifendur blaðsins á þessum stöð- um geta snúið sér beint til útsölumann- anna viðvíkjandi blaðinu. Þeir sem óska að gerazt áskrifendur á þessum stöðum, eru jafnframt beðnir um að snúa sér til útsölumannanna. NÆSTA HEFTI Fyrri hluti fróðlegrar greinar um jazzleikarann Benny Carter verður m.a. í næsta hefti. Greinin verður prýdd nokkrum myndum af Carter. Þá mun koma í næsta hefti grein um jazzlíf í Noregi. Látið ekki næsta hefti né neitt annað hefti Jazzblaðsins fara fram hjá ykkur. Gerizt áskrifendur að blað- inu og fáið það sent heim annan hvern mánuð. — Afgreiðsla blaðsins er á Ránargötu 34, en einnig er hægt að gerast áskrifandi hjá útsölumönnum þess úti álandi. Nöfn þeirra eru hér að framan. Metronome-kosningarnar Framh. af bls. 18. mond, Gene Krupa, Denzil Best, Charlie Perry, sem er ný stjarna, og þá Jo Jones. Ed Safranski er í fjórða sinn fremst- ur á bassa. Ray Brown er annar, Oscar Pettiford næstur og síðan þeir Arnold Fishkin, Chubby Jackson, Tommy Pot- ter, Curley Russel og Slam Stewart. Á „Önnur hljóðfæri“ er Terry Gibbs aftur fremstur fyrir vibrafónleik sinn. Svo Milton Jackson, Red Norvo, Margie Hyams, Lionel Hampton, sem öll leika á vibrafón. Jack Constanzo, Bongo- trommuleikari hjá King Cole er þar næstur, og síðan harmonikuleikarinn Art VanDamme. Útsetjari ársins er Pete Rugolu, svo koma þeir Ralph Burns, Neal Hefti, Lennie Tristano, Duke Ellington, Sy Oliver, Shorty Rogers og Gerry Mulli- gan. Söngvari er fremstur Billy Eckstine, þá Frank Sinatra og Nat (King) Cole. Söngkona er fremst Sarah Vaughn. Síðan Ella Fitzgerald, June Christy, Mary Ann McCall, Billie Holyday o.fl. Af framangreindu má sjá, að breyt- ingar á fremstu sætunum eru ekki mikl- ar. Dizzy Gillespie trompetleikari, Lennie Tristano píanóleikari og Shelly Manne trommuleikari, sem allir voru númer eitt í fyrra eru nú númer tvö. Þeir Miles Davis, George Shearing og Max Roach hafa leyst þá af hólmi. Miles Davis er ungur trompetleikari, sem vakið hefur mikla athygli síðústu eitt til tvö ár fyrir góðan leik. Hann er eins og George Shearing frekar „moderne-jazz“ leikari en Be-bop leikari. En þessum hópi jazz- leikara er að aukast fylgi að miklum mun. Blaðið mun reyna að birta ýtarlega grein um Miles Davis á næstunni. 2a»LUii 21

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.