Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 18
ið um landið og leikið mikið í útvarp- inu. Björn er formaður B. deildar Fél. ísl. hljóðfæraleikara. Halldór Einarsson, 2. trombón. 25 ára. Fædd- ur á Akranesi. Kom til Kvíkur fyrir nokkrum árum og fór að læra útvarpsvirkjun. Hætti á miðri leið og tók til að læra ljósmyndun, sem er hans aðaláhugamál. Mun Ijúka námi eftir nokkra mánuði frá Ljósmyndastofunni ASIS. Halldór tók myndirnar af Gunn- ari Ormslev á bls. 5. Fór að læra á trombón fyrir 4 árum og hefur leikið í Lúðrasveit Reykjavíkur og symfóníu- hljómsveitinni. Hefur ekki leikið í dans- hljómsveit áður. Þórarinn Óslcarsson, 8. trombón. 21 árs. — Hefur verið með trom- bón heldur styttra en Halldór. Þórarinn hef- ur ennfremur leikið með Lúðrasv. Reykja- víkur og symfóníunni. — Byrjaði með eigin danshljómsveit síðastliðið haust í Listamannaskálanum. Vilhjfilmur Guðjónsson, 1. sax. (altó). 82 ára. Vilhjálmur hóf hljóð- færaleik með hljóm- sveitum 10 ára gamall. — Hann nam saxó- fónleik í Þýzkalandi nokkrum árum síðar. Var við framhalds- nám í klarinettleik í USA miklu síðar, og hefur leikið með hljómsveit í Dan- mörku. Hér hefur hann jafnan leikið með frémstu danshljómsveitunum, enda varla völ á betri hljóðfæraleikara en Vilhjálmi. Gunnar Ormslev, 2. saxófónn (tenór), 23 ára. Fæddur í Dan- mörku, en kom hingað til lands haustið 1940 og hóf nokkrum mán- uðum síðar nám í tann- smíði. Útskrifaður fyrir rúmu ári. — Hafði lítið eitt leikið á hljóðfæri í Dan- mörku, en byrjaði að leika hér nokkru eftir að hann kom. (Varðandi nánari upplýsingar, sjá grein um Gunnar á bls. 4 hér í blaðinu). GuSm. Finnbjörns- son, 3. saxófónn (altó). 27 ára. Fæddur á ísa- firði, þar sem hann hóf nám í fiðluleik 12 ára. — Lærði lítið frarnan af eða ekki fyrr en hann kom til Rvíkur um leið og hann hóf nám í Verzlunarskólanum. Er út- skrifaður þaðan, einnig útlærður mál- ari. Hefur leikið í nokkrum kunnum hljómsveitum undanfarin ár, á altó og fiðlu, er nú hjá Braga Hlíðberg í Gúttó. Ólafur Pétursson, 4. saxófónn (tenór), 30 ára. Fyrsta hljóðfæri Ólafs var orgel, þá har- monika og loks tenór- inn. — Lék lítið með iiljómsveitum fyrr en hann byrjaði hjá Lorange 1942. Þar var hann til 1949. Hefur leikið hjá K. K. í rúmlega ár. Ólafur er mjög góður jazz- harmonikuleikari. 18 jatdUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.