Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 20

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 20
• t(f eihu í ahhat • LEIÐRÉTTINGAR Mig grunaði það þegar ég talaði við Magnús Randrup vegna greinar um hann í síðasta blaði, að ekki væri nú allt rétt, er síðar kom fram í greininni. Magnús mundi varla nokkurt ártal, hafði sennilega aldrei hugsað út í það, að skrifuð yrði grein um hann. — Það eina sem upp úr honum var hægt að hafa hefði í stuttu máli getað hljóðað svona: Ég eignaðist nikku og fór að spila og síðan hef ég spilað. Enda fór ekki hjá því að leiðrétting kæmi en hana sendi Jónatan Ólafsson og fær hann þá orðið. sg. Aðeins nokkrar línur vegna grein- arinnar um Magnús Randrup í síðasta hefti. Það var 1941, sem Magnús byrj- aði að leika með mér að Hótel Birninum í Hf. en ekki Góðtemplarahúsinu. Mig vantaði harmonikuleikara á miðj- um vetri. Margir góðir voru í boði, þar sem mikil vinna var þarna um þetta leyti. Magnús var sendisveinn á Birn- inum, þegar þetta var. Þá var það dag nokkurn, að ég heyrði leikið á harmon- iku í salnum á Birninum. Öll lögin, sem við lékum í Gúttó voru leikin, og það af prýði. Ég grennslaðist nánar um þetta og það var þá Maggi litli, sem lék, og lék betur en margur annar, sem kunn- ari var nótnalestri og fleiru. Þegar hann sá mig, henti hann har- monikunni frá sér og þaut út bakdyra- megin. Þá vissi ég hvern ég ætlaði að fá í hljómsveitina. Magnús var þá ekki eldri en fimmtán ára. Hann þurfti ekki að hafa fyrir því að læra nótur, því að eyrað var svo gott, bæði lag- og hljóm- eyra. Magnús var (og er) dásamlega þroskað músíkbarn (náttúrubarn) og góður félagi í öllu. Með þökk fyrir bii'tinguna. Jónatan Olafsson. Það má segja með síðasta hefti, að ekki sé ein báran stök. Nokkru eftir að bréf Jónatans berst, kemur leiðrétting. Hún er sú, að Alfreð Haraldsson trommuleikari í hljómsveit Karls Jóna- tanssonar í Keflavík er ekki keflvíking- ur eins og sagt var í blaðinu, heldur er hann frá Norðfirði. Teljum við það mikinn skaða fyrir Keflavík og jafn- framt heiður fyrir Norðfjörð, því að Alfreð er efnilegur hljóðfæraleikari. Ekki er allt búið enn. Minnst var á, að Óskar Cortes hljómsveitin væri hljómsveita fljótust að koma með ný lög. Nærri því allar hinar hljómsveit- irnar hafa rekið þetta sexfalt ofan í okkur. Þeir voru langt á undan Cortes- hljómsveitinni, segja þeir sjálfir! —- Tekizt hefur m. a. að sanna, að fimm hljómsveitir voru farnar að leika Mona Lísa sex mánuðum áður en lagið var samið og ein hljómsveit hálfu ári áður! ÚTSÖLUMENN Útsölumenn fyrir Jazzblaðið úti á landi eru þegar orðnir nokkrir, en enn vantar útsölumenn víða. Hér fara á eftir nöfryþeirra, er þegar eru komnir. Þeir, sem heima eiga á þeim stöðum, sem ekki eru taldir upp og hafa einhvern áhuga fyrir útbreiðslu jazzins og Jazz- blaðsins eru beðnir að athuga, hvoi't 20 $a:,LUiá

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.