Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 24

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 24
Erlent f FRÉTT MÁNAÐARINS er hiklaust brottjör þeirra Johnny Hodges, Lawrance Brown, Sonny Greer og Lloyd Trot- man úr Ellington hljómsveit- inni. Þeir hœttu Jyrir nokkr- um vikum og stojnaði Johnny þá hljómsveit og Jóru hinir til hans. — Þeir Johnny og Sonny hafa verið með Duke rúmlega tuttugu ár og Law- rance nokkru styttra. Lloyd bassaleikari hefur hins vegar ekki verið með Duke nema tœpt ár. Er þetta mikið ájall Jyrir Ellington, og er nú meira að segja spáð, að nú sé hann alveg búinn að vera. Ekki er hœgt að segja að sinni hverjir haja tekið sœti þeirra manna, er að Jraman getur, en það er trú okkar, að Ellington muni finna engu lakari menn. Hann hefur löngum getað fundið snillinga. f M E R C E R RECORDS, plötufyrii'tæki þeirra Elling- tonfeðga, Duke og sonar hans, Mercer, ætlar að gefa út marg- ar plötur, sem Johnny Hodges hefur leikið inn á með mönn- um úr Ellington hljómsveit- inni. Sumar þessara platna voru leiknar inn, þegar þeir voru í Frakklandi í fyrra. J* KITTY WHITE heitir ný negrasöngkona, sem nýlega er farin að syngja inn fyrir Decca. Er gizkað á, að hún muni verða aðalnegrasöng- konan hjá Decca nœstu árin. Billie Holiday hefur sem kunn- ugt er haft þann heiður und- anfarin ár. f LINOEL HAMPTON hélt nýlega upp á 10 ára afmælið sitt sem hljómsveitarstjóri. — Heimsótti hann næturklúbb- inn Birdland í New York og varð úr því „jam-sesslon“ langt fram á nótt, og tóku margir frægir jazzleikarar þátt í henni. f SARAH VAUGHN fremsta jazzsöngkona Bandarikjanna, mun koma fram í London í ágúst næstkomandi. Vera má, að hún muni ennfremur koma fram á' meginlnndi Evrópu. f BENNY AASLUND frétta- rltari blaðsins í Svíþjóð sendir eftirfarandi fréttabréf. Rænski söngvarlnn Kai Söderman er nú kominn heim frá Banda- ríkjunum, þar sem hann kom fram með mörgum þekktum hljómsveitum og einnig i frægum útvarpsþáttum. Bengt Hallberg, hinn ágæti píanó- leikari frá Gautaborg mun heimsækja Stokkhólm bráð- lega. Gunnar Svensson píanó- leikari er hættur hjá Carl- Henrik Norin og kominn í hina afburða góðu hljómsveit þeirra Rolf Erickson og Arne Domnerus. — „The Federation of Swedish Jazz“ kaus plötu Domnerus „Body and Soul/ „Iv’e got my love to keep me worm“, sem beztu plötu árs- ins 1950. — Putte Wickman sextettin fór ekki til Spánar eins og áætlað var, heldur fer hann til Þýzkalands, þar sem hann mun leika mikinn hluta maí. Þeir munu sennilega leika inn á margar plötur þar. — Roy Eldridge lék inn á all- margar plötur fyrir „Metro- nome records", þegar hann var í hljómleikaferð hér fyrir nokkru. Einnig lék James Moody samlandi Eldridge inn á margar plötur fyrir samn fyrirtæki. Annars liefur hann verið hér á ferð áður og leikið mikið inn á plötur með sænsk- um jazzleikurum. — Stan Getz og Sidney Bechet héldu hljóm- leika hér fyrir stuttu. Stan lék inn á nokkrar plötur hér. — Nýjasta stjarnan á himni sænska jazzins er sérstaklega efnilegur trombónleikari að nafni Áke Persson. — Hinn danski söngkvintett, „Gottlieb- kvlntettinn”, söng hér fyrix' nokkru og vakti mikla eftir- tekt. — Plata var nýlega búin til i Noregi og lék Dixieland- hljómsveit; en verður ekki gef- in út í bráð vegna mjög tak- markaðra sölumöguleika. — Kveðja — Benny. f LES BROWN hljómsveitin mun fara í hljómleikaferð til Evrópu í miðjum mai. Hljóm- sveitin er ein þekktasta jazz- hljómsveit Bandaríkjanna. —- Hljómsveitin mun aðallega koma fram á skemtunum fyr- ir Bandariska liðið i Þýzka- landi og mun sennilega hvergi leika í Skandinavíu. f BUDDY RICH, hinn góð- kunni trommuleikari hefur ný- léga stofnað stóra hljómsveit. Með honum eru nokkrir fyrir- taks jazzleikarar eins og t. d. trompetleikarinn Harry Edison og tenóristinn Zoot Sims. f SUGAR CHILE ROBIN- SON, hinn átta ára gamli píanóleikari (hann hefur sézt í kvikmyndum, sem sýndar hafa verið hér) hefur ný- lega leikið inn á nokkrar plötur fyrir Capitol, og seljast þær mjög vel. Sugar Chile mun jafnvel fara í hljómleika- ferð til Evrópu nú i sumar. 24

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.