Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 23

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 23
Þrír nýir íslenzkir danslagatextar Eftir l\úma, EKE og „ISáttfará VEGIR ÁSTARINNAR (Lag: Have I told you lately...) Vertu sœll, ég kveð þlg, kœri vinur, klökk af þrá, ég bið þig gleym þú mér. Vertu sæll, víð sjáumst aldrei, aldrei aftur á ný og ást mín er horfin meö þér. Ég aldrei framar elska mun neinn annan eilíf þrá í huga mínum er. Ó, vertu sæll, um eilifð elsku vinur og ást mín er horfin með þér. Þegar sól er sezt á bak við fjöllin sérhvert kvöld þá hugsa ég til þín Minningin hún lifir þó að annað hverfi mér allt það eina er huggunin mín. Kveðju mína kvöldsólin þér færi, kossinn minn í geislum hennar er. Ó, vertu sæll um eilífð, elsku vinur og ást min er horfln með þér. Númi. væru birtar hér. Fyrir utan allar stefn- urnar, sem á okkur mundu dvína. Númi er (gerfi)-bifvélavirki að at- vinnu, og fæst hann við „skáldskapinn“ í frítímunum, sem eru allt annað en margir. Þrjú kvöld vikunnar stjórnar hann gömlu dönsunum á dansleikjum í Mjólkurstöðinni og Þórscafé. Einnig hefur hann nokkuð fengist við að leika með minniháttar leikflokkum (í Gúttó, meðan hann drakk ekkert sterkara en bjór). Meðan til eru menn eins og Eiríkur Karl Eiríksson, Skafti Sigþórs og Númi, þá þurfa þeir, er gefa út danslög ekki að óttast að lög þeirra muni ekki selj- ast. Ef lagið er ekki líklegt til að selj- ast vegna þess að það er ekki nógu gott, þá mun hinn íslenzki texti bjarga því. S. G. IIEILLANDI ÞIG ÉG SÁ i Lag: Orange coloured sky). Ein(n) í laufguðum lund lá ég í móki. Er líkt eins og leiftri fyrlr brá. Hæ! Hó! Hæ, hæ og hó. heillandi þig ég sá. Eíns og brennandi bál byltist í æðum mér blóðið — og hjartað örar slær. Hæ! Hó! Hæ, hæ og hó. Hrifin(n) ég geng þér nær. Ég 115 í ljúfum draumi og lít í augu þér, og þá finnst mér ég svífa í svimandi hæð yfir sveimandl iðandi stjarnanna her. Hann (hún) er hér, er hjá mér hér hjá mér! Ég er syngjandi sæl(l), sól er í hjarta, þvi saman við erum, ó það hnoss. Hæ! Hó! Hæ, hæ og hó. Hugljúfan ástar fæ ég koss. EKE „DRAUMUR ÖSKUBUSKU“ (Lag: „A dream is a wish your heart makes", úr myndinni ÖSKUBUSKA). Hver ungmeyja á sér drauma, sem enginn vita mál og hugsar við sína sauma um sveininn með augun blá. Hún líður í ljúfum draumi um loftin blá og himininn. í fögi-um draumalandsins dölum, í háum hallar sölum, þar hittir hún prinslnn sinn. „Náttfari". Eftlrprentmi á textunum er stranglega bönnuð. SAGT í JAZZBLAÐINU . .. „Álit mitt á Be-bop er, að það sé stórt spor í rétta átt, til framþróunar góðrar jazztónlistar“. Baldur Kristjánsson. fatUii 23

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.